Marhnútur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Marhnútur
Seeskorpion.jpg
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Brynvangar (Scorpaeniformes)
Ætt: Marhnútaætt (Cottidae)
Ættkvísl: Myoxocephalus
Tegund:
M. scorpius

Tvínefni
Myoxocephalus scorpius
Linnaeus, 1758
Samheiti
  • Cottus groenlandicus
  • Cottus scorpius
  • Cottus verrucosus

Marhnútur (en einnig marsi, marsadóni, mörúlfur eða púi og sumsstaðar flyðru(s)kyllir) (fræðiheiti: Myoxocephalus scorpius) er tiltöllulega algengur fiskur í Norðursjó og við Íslands- og Grænlandsstrendur og allt norður til Svalbarða. Marhnútur er oftast brúnleitur og flekkóttur og geta flekkir hans verið gulir, rauðir, grænir eða bleikir og fellur hann því vel saman við sjávarbotninn.

Marhnúturinn getur orðið allt milli 40 til 60 sentímetra langur. Á sumrum lifir marhnúturinn á grunnsævi, en á vetrum nokkuð dýpra. Marhnúturinn makast að vetri til og hrygnir rauðgulum eggjum í klösum milli sjávargróðurs. Á haus og tálknalokum eru margir hvassir broddar, og meðan á mökun stendur gefa broddar hængsins frá sér eitur.

Marhnútur hefur stóran kjaft og þykkar varir. Bolurinn er þykkastur rétt aftan við höfuð og mjókkar aftur. Marhnútur hefur tvo, fremur háa bakugga og raufarugga undir stirtlu sem er svipaður að stærð og aftari bakugginn. Eyruggar eru stórir og kviðuggar langir en mjóir. Sporður er allstór og bogadreginn að aftan.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Garcia, S. (2015). Myoxocephalus scorpius. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2015: e.T190210A18983059. Sótt 24 May 2019.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi VILLA, stubbur ekki tilgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.