Margaret Cavendish

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Margaret Cavendish, ásamt eiginmanni sínum, William Cavendish, hertoga af Newcastle-Upon-Tyne.

Margaret Cavendish (162315. desember 1673) var enskur rithöfundur og hefðarkona. Hún hét upphaflega Margaret Lucas og var yngri systir sir John Lucas og sir Charles Lucas sem báðir voru áberandi konungssinnar í Ensku borgarastyrjöldinni. Hún varð hirðmey Henríettu Maríu og fylgdi henni til Frakklands þegar hún flúði þangað 1644. Þar giftist hún William Cavendish hertoga. Rithöfundarferill hennar hófst þegar hún varði einu og hálfu ári í Englandi til að reyna að fá eitthvað út úr uppboði á eigum eiginmanns síns sem höfðu verið gerðar upptækar eftir borgarastyrjöldina.

Cavendish skrifaði um náttúruspeki og gagnrýndi verk René Descartes. Í París kynntist hún heimspekingum á borð við Descartes, Marin Mersenne og Thomas Hobbes. Auk ritgerða um heimspeki skrifaði hún sjálfsævisögu, ljóð, leikrit og skáldsöguna The Blazing World, útópíu sem stundum er talin fyrsta dæmið um vísindaskáldsögu. Flest rit hennar snúast um náttúruspeki, en fjalla líka um vald og stöðu kvenna auk hugleiðinga um eigin skrif. Hún var gagnrýnd af sumum samtíðarmönnum sínum eins og Samuel Pepys sem sagði að hún væri „brjáluð, hégómleg og hlægileg“.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

  • Poems and Fancies (1653)
  • Philosophical Fancies (1653)
  • World's Olio (1655)
  • Nature's Pictures drawn by Fancies Pencil to the Life (1656)
  • A True Relation of my Birth, Breeding, and Life (1656)
  • Orations (1662)
  • Plays (1662)
  • Sociable Letters (1664)
  • Philosophical Letters (1664)
  • Observations upon Experimental Philosophy (1666)
  • Life, a biography of William Cavendish (1667)
  • Plays Never Before Published (1668)
  • The Convent of Pleasure (1668)
  • The Blazing World (1666)