Marcus Pacuvius

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Marcus Pacuvius (220 – um 130 f.Kr.) var rómverskt harmleikjaskáld. Hann var frændi skáldsins Enníusar. Hann var þekktur sem Pacuvius doctus eða Pacuvius lærði. Cicero mat Pacuvius mikils og taldi hann meðal mestu harmleikjaskálda Rómverja.