Fara í innihald

Maríuvandarbálkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maríuvandarbálkur
Dýragras (Gentiana nivalis) er vel þekkt á Íslandi.
Dýragras (Gentiana nivalis) er vel þekkt á Íslandi.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Gentianales
Ættir

Maríuvandarbálkur (latína: Gentianales) er ættbálkur blómplantna. Maríuvandarbálkur samanstendur af meira en 16.000 tegundum sem skiptast í 1.138 ættkvíslir í 5 ættum.[1] Meira en 80% tegunda í maríuvandarbálki tilheyra möðruætt (Rubiaceae).

Eftirfarandi ættir falla undir maríuvandarbálk samkvæmt APG III flokkunarkerfinu:[1]

Skyldleikatré

[breyta | breyta frumkóða]

Eftirfarandi skyldleikatré er byggt á sameindaerfðafræðilegum rannsóknum á DNA röðum plantna af maríuvandarbálki.[2]

Rubiaceae

Gentianaceae

Loganiaceae

Apocynaceae

Gelsemiaceae

Latneska heiti maríuvandarbálks dregur nafn sitt af heiti ættarinnar Gentianaceae, sem aftur heitir eftir ættkvíslinni Gentiana. Orðið Gentiana kemur frá Gentiusi, í Illyrískum konungi.

Íslenska heiti maríuvandarbálks á á svipaðan hátt rætur að rekja til tegundarinnar Maríuvandar (Gentiana campestris).

Nokkrar tegundir maríuvandarbálks eru vel þekktar nytjajurtir. Meðal þeirra eru kaffiplantan, Gardenia og neríur.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Angiosperm Phylogeny Group (2009). „An update of the Angiosperm Phylogeny Group classification for the orders and families of flowering plants: APG III“. Botanical Journal of the Linnean Society. 161 (2): 105–121. doi:10.1111/j.1095-8339.2009.00996.x.
  2. Backlund M, Oxelman B, Bremer B (2000). „Phylogenetic relationships within the Gentianales based on NDHF and RBCL sequences, with particular reference to the Loganiaceae“. American Journal of Botany. 87 (7): 1029–1043. doi:10.2307/2657003. JSTOR 2657003.