Map24

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Map24 er vefsíða sem bauð uppá ókeypis aðgang að landakortum. Hún var í eigu Mapsolute og var keyrð á forritinu MapTP þangað til Nokia yfirtók félagið 2007. Vefsíða Map24 bendir nú á kortagrunn Nokia. Á síðunni er hægt að finna kort af næstum öllum löndum heimsins með upplýsingar um götuheiti, háa upplausn af gervihnattamyndum og fleira. Kortaupplýsingar um Ísland á Map24 er eitt það besta sem til finnst á netinu með áður óþekkta upplausn á gervihnattamyndum sem og mjög nákvæmar upplýsingar um götur, vegi og um 28.000 örnefni, bæði innan- og utanbæjar. Þessar upplýsingar koma frá Loftmyndum ehf, sem hefur starfað við upplýsingasöfnun frá árinu 1996.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]