Mannskaðahóll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Mannskaðahóll er hóll á Höfðaströnd við austanverðan Skagafjörð. Við Mannskaðahól er talið, að Skagfirðingar hafi ráðið niðurlögum Englendinga (enskra víkinga) árið 1431, sem þar eiga að hafa komið á land. Lengi vel var talið, að Bretarnir væru heygðir í nokkrum hólum sem eru rétt við þjóðveginn hjá Mannskaðahóli, en Kristján Eldjárn mun hafa kannað hólana og ekki fundið neitt sem gæti bent til þess.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.