Mannskaðahóll
Útlit
Mannskaðahóll er hóll á Höfðaströnd við austanverðan Skagafjörð. Við Mannskaðahól er talið, að Skagfirðingar hafi ráðið niðurlögum Englendinga (enskra víkinga) árið 1431, sem þar eiga að hafa komið á land. Lengi vel var talið, að Bretarnir væru heygðir í nokkrum hólum sem eru rétt við þjóðveginn hjá Mannskaðahóli, en Kristján Eldjárn mun hafa kannað hólana og ekki fundið neitt sem gæti bent til þess.
Björn Jónsson segir í Skarðsárannál sínum (ritað 1639 eða þar um bil), og kallar hólinn þar Mannslagshól, að Skagfirðingar hafi felt 80 enska ribbalda við hólinn;
Um þessa engelsku menn er líkast til, að þeir hafi komizt úr því slagi og bardaga, er varð á Höfðaströnd í Skagafirði, fyrir utan Mannslagshól, sem merki sér til, að dysjar eru af mönnum, og Magnús bóndi Jónsson hefur sagt, að nærri 80 engelskra manna hafi þar verið til dauðs slegnir af Skagfirðingum, ráðsmönnum Hólastaðar, sem fyrirmenn voru, fyrir þeirra óráðvendnis glettingar ...
Seinni tíðar grúskarar og sagnfræðingar draga þó mjög í efa að svo margir hafi verið drepnir við hólinn og reindist jarðvegur óhreifður við Ræningjadysjar þegar að var kannað.