Mandla (kartöfluyrki)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mandla (sænska: Mandel) er kartöfluyrki sem er þekktast í Svíþjóð þar sem hún var valin til ræktunar á 19. öld vegna hve kuldaþolin hún er. Venjulega er mandla hvít en til er afbrigði („blá mandla“) með bláleitum flekkjum. Hún dregur nafn sitt af því að hún er egglaga og flöt og minnir þannig dálítið á möndlu. Hún er einkum þekkt í Norður-Svíþjóð þar sem hún þykir ómissandi í ýmsa hefðbundna rétti eins og súrsíld og pitepalt. Hún er með hátt þurrefnisinnihald en gefur bæði fremur lítið af sér og hefur lítið þol gegn ýmsum kartöflusjúkdómum.

Mandla
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.