Fara í innihald

Mandarínönd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mandarínönd
Bliki og kolla
Bliki og kolla
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gásfuglar (Anseriformes)
Ætt: Andaætt (Anatidae)
Ættkvísl: Aix
Tegund:
A. galericulata

Tvínefni
Aix galericulata
(Linnaeus, 1758)

Mandarínönd (fræðiheiti: Aix galericulata) er fugl af andaætt. Mandarínönd er meðalstór trjáönd (Carinini) ættuð úr Austur-Asíu og er skyld hinni norðuramerísku brúðönd. Trjáendur eru endur sem verja miklum tíma í trjám en eru svipaðar buslöndum. Mandarínönd er 41 - 49 sm löng með 65-75 sm vænghaf. Karlfuglinn er afar litskrúðugur og þekkist auðveldlega. Hann hefur rauðan gogg, stóra hvítar flekki yfir auga og rauðleitt andlit. Brjóstið er fjólublátt með tveimur lóðréttum röndum og á bakinu eru tvo appelsínugul "segl". Kvenfuglinn (kollan) er svipuð kvenfugli brúðandar með hvítan hring kringum auga og strípu sem liggur niður og aftur með auga en fölari að neðan.

Kolla með unga í skemmtigarði í London

Mandarínönd var einu sinni útbreidd í heimkynnum sínum en hefur fækkað mikið vegna útflutnings og eyðingar skóglendis. Fuglar í fuglasöfnum sleppa oft út í náttúrna og hafa tímgast þar. Þannig er núna töluverður fjöldi varpfugla út í náttúrunni í Bretlandi og nokkuð margir í görðum í Dublin á Írlandi. Einnig eru nokkur hundruð varpfugla á einstökum stöðum í Bandaríkjum Norður-Ameríku og eru þeir hópar afkomendur anda sem hafa verið fluttir á svæðið og sloppið úr haldi.

Mandarínendur í Sviss (karlfugl til vinstri)

Villtar mandarínendur verpa í þéttum skógi í nágrenni við grunn vötn, votlendi eða tjarnir. Mandarínendur í haldi gera hreiður í trjám nærri vatni og verpa níu til tólf eggjum í apríl eða maí. Karlfuglinn ver hreiður og kollu á útungunartíma en fer sína leið áður en ungar skríða úr eggjum. Skömmu eftir að ungar koma úr eggjum flýgur móðirin niður úr trénu og fær ungana til að hoppa úr hreiðri. Þegar ungar eru komnir úr hreiðri fara þeir í humátt eftir móður sinni að vatni. Asíustofn mandarínanda eru farfuglar sem halda til á veturna í Austur-Kína og Suður-Japan.

Mandarínendur éta með því að busla í vatni eða ganga á landi. Þær éta aðallega jurtir og fræ en einnig snigla, skordýr og litla fiska. Á veturna éta þær hnetur og korn. Á vorin éta þær skordýr, snigla, fiska og vatnajurtir. Á sumrin éta þær orma, litla fiska, froska, lindýr og litla snáka. Þær éta aðallega kvölds og morgna en halda sig í trjám eða á jörðu niðri á daginn.

Mandarínönd sést stöku sinnum á Íslandi en er sjaldgæf.

Karlfugl á flugi

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.