Fara í innihald

Magnús Þór Hafsteinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Magnús Þór Hafsteinsson
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2003 2007  Suður  Frjálslyndi fl.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. maí 1964(1964-05-29)
Akranes, Íslandi
Látinn30. júní 2025 (61 árs)
Patreksfjörður, Ísland
Börn4
HáskóliBændaskólinn á Hólum (1986)
Héraðsháskóli Sogns og Firðafylkis (1991)
Háskólinn í Björgvin (1994)
Æviágrip á vef Alþingis

Magnús Þór Hafsteinsson (29. maí 1964 á Akranesi- 30. júní 2025) var íslenskur blaðamaður, alþingismaður, bú- og fiskifræðingur og strandveiðimaður. Hann sat á þingi fyrir Frjálsynda flokkinn frá 2003 til 2007 og var um skeið varaformaður flokksins og þingflokksformaður. Hann var varabæjarfulltrúi Frjálslynda flokksins á Akranesi á árunum 2006 til 2010.[1] Magnús var í framboði fyrir Flokk fólksins í alþingiskosningum 2017 og náði þá ekki kjöri, en var starfsmaður þingflokks Flokks fólksins til 2021.

Magnús Þór menntaði sig sem búfræðingur með fiskeldi sem sérgrein á Bændaskólanum á Hólum. Hann fór svo í framhaldsnám í Noregi í fiskeldi og fiskifræðum. Hann var rannsóknamaður við Veiðimálastofnun og hafrannsóknastofnanir Íslands og Noregs frá 1989 til 1997.[1]

Magnús starfaði sem blaðamaður og var fréttaritari Ríkisútvarpsins í Noregi og síðar fréttamaður í sjónvarpi og útvarpi hjá RÚV. Einnig var hann blaðamaður hjá norska sjávarútvegsblaðinu Fiskaren.[1]

Magnús þýddi og ritaði bækur. Meðal bóka sem hann þýddi var Lífið á jörðinni okkar eftir David Attenborough, Kúbudeiluna 1962 eftir Max Hastings og norskar glæpasögur.[2] Hann var áhugamaður um seinni heimsstyrjöld og ritaði bækur tengdar henni.[3]

Magnús lést er strandveiðibátur hans, Ormurinn langi AK-64, sökk fyrir Patreksfirði þann 30. júní 2025.[4]

  • Tarfurinn frá Skalpaflóa (2014)
  • Vargöld á vígaslóð – frásagnir tengdar Íslandi úr seinni heimsstyrjöldinni (2017)
  • Martröð í Mykinesi (2020)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 Róbert Jóhannsson (1 júlí 2025). „Magnús Þór Hafsteinsson er látinn“. RÚV. Sótt 1 júlí 2025.
  2. Kolbeinn Tumi Daðason (7 janúar 2025). „Magnús Þór lést við strand­veiðar“. Vísir.is. Sótt 3 júlí 2025.
  3. „Magnús Þór Hafsteinsson – Forlagið bókabúð“. Sótt 3 júlí 2025.
  4. Kolbeinn Tumi Daðason (7. mars 2025). „Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út“. Vísir.is. Sótt 3 júlí 2025.