MS (sjúkdómur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

MS-sjúkdómurinn (en MS er skammstöfun fyrir Multiple Sclerosis) eða Disseminated Sclerosis einnig verið kallaður Heila- og mænusigg á Íslensku er taugasjúkdómur þar sem taugafrumur í heila og mænu skemmast. Ekki er vitað hvað veldur sjúkdómnum og ekki er til lækning við honum. Eitt af því sem er vitað er að mýlisslíðrið sem umlykur taugafrumur eyðist og leiðni taugafrumanna skerðist við það.

Almennt lýsa skemmdirnar sér þannig að blettir eða skellur (e. plaque) myndast víðsvegar í hvíta efni miðtaugakerfisins en einnig geta þeir myndast í gráa efninu þótt það geti verið tilkomið vegna sjúkdómshliðstæða MS. Blettirnir eru misstórir og gæta birst og horfið eftir framvindu sjúkdómsins. Ekki er þekkt hvað hægt er að lesa í þessa bletti en við greiningu sjúkdómsins er yfirleitt miðað við þessa bletti sem tákn þess að viðkomandi sé með MS ásamt öðrum einkennum. Blettirnir koma oftast fram nærri heilahólfinu, í sjóntaugum, heilastofni eða hálshluta mænunnar en hví það er er ekki vitað.

Engin lækning er til við sjúkdómnum þótt til séu lyf sem geta hægt á framgangi hanns eða haldið honum niðri.[1]

MS er sjálfsofnæmissjúkdómur sem virkar þannig að ónæmiskerfið ræðst á heilann og ákveðin svæði heilans verða fyrir árás og skemmast. Rannsóknir hafa einkum beinst að því hvernig hægt er að stöðva þessar árásir en einnig standa yfir rannsóknir á hvernig hægt er að laga sár eftir árás, hvernig frumur í heila senda boð sín á milli og hvað gerist þegar heilinn reynir að laga sjálfan sig. [2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Orsök MS". . (MS-félagið á Íslandi). Skoðað 6. nóvember 2013.
  2. Viðtal við Ragnhildi Þóru Káradóttur taugalífeðlisfræðing í síðdegisútvarpi RÚV 5.febrúar 2014

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]