Fara í innihald

MGMT

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
MGMT
MGMT á Oxegen 2008.
MGMT á Oxegen 2008.
Upplýsingar
UppruniMiddletown, Connecticut, Bandaríkjunum
Ár2005 – í dag
StefnurÖðruvísi rokk
ÚtgáfufyrirtækiColumbia Records
Red Ink
Cantora Records
MeðlimirAndrew VanWyngarden
Benjamin Goldwasser
James Richardson
Matt Asti
Will Berman
Vefsíðawhoismgmt.com/

MGMT,[1] hét upprunalega „The Management“ („The Management“ var notað af annarri hljómsveit og þess vegna var heitið stytt í „MGMT“), er bandarískur dúett frá Brooklyn í New York sem samanstendur af Ben Goldwasser og Andrew VanWyngarden. Þeir voru upprunalega skráðir hjá Cantora Records, en núna eru þeir skráðir hjá Columbia Records/Red Ink/Sony árið 2006.

Þann 5. október 2007 tilkynnti tónlistartímaritið Spin.com að MGMT væri „hljómsveit dagsins“.[1] Þann 14. nóvember 2007 nefndi tímaritið Rolling Stone MGMT sem topp 10 „Artist to Watch“ ársins 2008.[2] Hljómsveitin fékk 9. sæti í Sound of 2008 top 10 könnuninni af BBC.[3] Þeir voru líka nefndir mest spilaðasta hljómsveit ársins 2008 á Last.fm vefsíðunni.[4]

Í október 2007 var gefið út fyrsta plata eftir hljómsveitinni Oracular Spectacular sem vann 12. sæti á breska vinsældalistanum og 6. sæti á ástralska vinsældalistanum. NME nefndi hana besta plata ársins 2008.[5]

Oracular Spectacular (2005-2009)

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta plata MGMT er Oracular Spectacular. Oracular Spectacular hefur skotið hljómsveitinni MGMT upp á stjörnuhimininn.

Í tónlistardómi Rjómans, íslensks vefrits um tónlist, segir að Oracular Spectacular er ein af þessum fágætu plötum sem hreinlega kalla á að vera spilaðar aftur og aftur."[6] Íslenska rokk útvarpstöðin Xið-977, valdi Oracular Spectacular sem plötu vikunnar þann tuttugasta og annan apríl, árið 2008.[7]

Jónsi, úr hljómsveitinni Sigur Rós, tók þekju á laginu Time to Pretend. Lagið er að finna á plötu MGMT, Oracular Spectacular. Jónsi flutti þekjuna í þættinum Live Lounge, á útvarpstöðinni BBC Radio 1. [8]

Congratulations (2009-2011)

[breyta | breyta frumkóða]

Congratulations, er seinni plata MGMT. Platan Congratulations er blanda af mörgum tónlstarstefnum, eins og sækadeliku, mod-rokks, freak-folk, 80’s nýbylgju og pönks.

Congratulations hefur hlotið lof íslenskra gagnrýnenda. Í tónlistardómi Rjómans, segir að "Congratulations er hálfgerð rússibanareið þar sem óvæntar beygjur, hringsnúningar, dýfur, hólar og hæðir kasta hlustandanum til og frá". Rjóminn gefur plötunni Congratulations í einkunn 4 af 5 mögulegum. [9] Rjóminn valdi jafnframt lag af plötunni Congratilations, "Song for Dan Treacy" á lista 10 bestu erlendu lögin 2010.[10] Umsögn Popplands, þátt Rásar eitt um popptónlist, er á svipaða leið. Poppland valdi plötuna, Congratulations, sem erlenda plötu vikunnar, þann þriðja maí árið 2010.[11]

Ekki eru þó allir sammála íslensku tónlistarspekingunum á vefritinu Rjómanum, og í útvarpsþættinum Popplandi. Í yfirlýsingu frá MGMT, þá báðust þeir afsökunar á plötu sinni, Congratutions. Forsprakkar sveitarinnar, þeir Andrew VanWyngarden og Ben Goldwasser segja að platan innihaldi enga smelli, og þeir séu hissa á að plötufyrirtæki þeirra, Sony/Columbia hafi leyft þeim að gefa plötuna út. [12]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Oracular Spectacular (2007)
  • Congratulation (2010)
  • MGMT (2013)
  1. 1,0 1,1 D'Amato, Anthony M. „Artist of the Day: MGMT“. Spin.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. júlí 2008. Sótt 5. október 2007.
  2. O'Donnell, Kevin. „Artist to Watch: MGMT“. Rolling Stone. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. apríl 2013. Sótt 14. nóvember 2007.
  3. „Record of the Week“. BBC Radio. 4. janúar 2008. Sótt 24. mars 2008.
  4. „Last.fm Best of 2008“. Last.fm. 14. desember 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. mars 2016. Sótt 14. desember 2008.
  5. New Musical Express, gefin út þann 8. desember 2008.
  6. „MGMT - Oracular Spectacular“. Rjóminn, íslenskt vefrit um tónlist. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júlí 2011. Sótt 26. ágúst 2010.
  7. „Púlsinn frétt“. Xið-977, rokk útvarpstöð. Sótt 26. ágúst 2010.[óvirkur tengill]
  8. „Jónsi þekur MGMT“. Rjóminn, íslenskt vefrit um tónlist. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. maí 2010. Sótt 26. ágúst 2010.
  9. „MGMT - Congratulations“. Rjóminn, íslenskt vefrit um tónlist. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. júní 2010. Sótt 26. ágúst 2010.
  10. „10 bestu erlendu lögin sem af er ári“. Rjóminn, íslenskt vefrit um tónlist. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. september 2010. Sótt 26. ágúst 2010.
  11. „MGMT - Congratulations Poppland“. Poppland, poppþáttur Rásar 1. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. maí 2010. Sótt 26. ágúst 2010.
  12. „MGMT biðst "fyrirgefningar". Morgunblaðið, dagblað. Sótt 26. ágúst 2010.