Múmíurnar í Guanajuato

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Múmíurnar í Guanajuato[1] eru lík fólks sem létust í heimsfaraldri kóleru sem barst til Mexíkó árið 1833. Líkin varðveittust sem múmíur í gröfunum vegna þurrs loftlags.

Múmíur úr múmíusafninu í Guanajuato árið 2008.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Í kringum árið 1870 tóku í gildi ný lög í Guanajuato fylki í Mexíkó um að fólk þurfti að greiða skatt fyrir að jarða látið fólk eða grafarskattur. Ef skatturinn var ekki greiddur voru líkin grafin upp og geymd í geymslu til að skipta út fyrir lík þar sem ættingjar greiddu skattinn. Þetta varð til þess að í ljós kom að líkin varðveittust vel sem náttúrulegar múmíur í líkkistunum sínum. Í lok 19. aldar fóru múmíurnar að laða að sér ferðamenn sem borguðu nokkur pesó til að skoða líkin. Geymslan varð svo síðar að safni.

Sögur af líkum[breyta | breyta frumkóða]

Lítil múmía sem var grafin upp í miðborg.

Vegna heimsfaraldurs kóleru sem brast út í Mexíkó árið 1833 var fólk oft jarðað strax þegar það var talið vera látið til að minnka útbreiðslu og talið er að sumir höfðu verið grafnir lifandi á tímum faraldursins. Þekkt dæmi um það var lík Ignaciu Aguilar, en Ignacia hafði fengið hjartastopp og var hún grafin strax. Ignacia var ein þeirra sem var grafin upp vegna skattalaganna og var líkið í öðruvísi stellingu en venjulega. Andlitið sneri niður, og var mjög blóðugt, hendurnar voru undir andlitinu og var búið að borða hluta handarinnar. Talið er að Ignacia hafi verið grafin lifandi, vaknað í gröfinni og loks látist úr súrefnisskorti[2].

Safn[breyta | breyta frumkóða]

Í Guanajuato er safn[3] þar sem líkin sem voru grafin upp í grundvelli skattalaganna eru til sýningar, en líkin er meira en 100 talsins.

Tilvísarnir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Múmíurnar í Guanajuato á enska Wikipedia“.
  2. „Ignacia Aguilar“.
  3. „Múmíusafnið í Guanajuato“.