Múlakot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Múlakot í Fljótshlíð)

Múlakot er bær í Fljótshlíð. Bæjarhúsin voru reist í áföngum á árunum 1898 til 1946 á rústum torfbæjar sem enn má sjá í kjallara hússins. Múlakot var lengi gisti- og greiðasölustaður. Hluti bygginga og listigarður í Múlakoti eru friðuð.

Menning[breyta | breyta frumkóða]

Ólafur Túbals listamaður bjó í Múlakoti. Móðir hans Guðbjörg Þorleifsdóttir gerði árið 1897 lystigarð sem er nú einn elsti og merkasti garður á Íslandi. Ásgrímur Jónsson málaði olíumyndirnar Múlakot og Morgunn í Fljótshlíð á staðnum. Ólafur Túbals fékk fyrstu tilsögn í myndlist hjá Ásgrími. Ólafur fór seinna til listnáms í Danmörku og dvöldu margir vinir hans meðal listamanna í Múlakoti á sumrin, þar á meðal Gunnlaugur Scheving, Jón Engilberts, Kristín Jónsdóttir og Júlíana Sveinsdóttir. Ólafur var leiðsögumaður listmálarans Johannes Larsen sem ferðaðist um Ísland sumurin 1927 og 1930.

Skógrækt[breyta | breyta frumkóða]

Í Múlakoti er trjásafn í umsjón Skógræktar ríkisins og er það eitt af þjóðskógum Íslands. Þar var fyrsta gróðrarstöð Skógræktarinnar á Suðurlandi, stofnuð á fjórða áratugi 20. aldar. Skógræktin eignaðist jörðina árið 1990.

Í skóginum er að finna hæstu einstöku tré landsins af ýmsum tegundum, þar á meðal hæsta álminn, hæstu hengibjörkina og hæstu blæöspina. Þar er einnig að finna sjaldgjæfar tegundir svo sem ask, hlyn, fjallaþin og gullregn. Aspir, sem vaxið hafa af rótarskotum frá 1963, hafa náð 26 metra hæð (2015) og eru meðal hæstu trjáa landsins.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  • Tumastaðir í Fljótshlíð, þar sem einnig er þjóðskógur í umsjón Skógræktar ríkisins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Múlakot í Fljótshlíð (Minjastofnun Íslands) Geymt 9 mars 2016 í Wayback Machine
  • Þjóðskógur að Múlakoti (Skógrækt ríkisins) Geymt 10 júní 2015 í Wayback Machine
  • „Fyrr og nú - 26 metra aspir“. Sótt 15. apríl 2016.
  • Mynd Ásgríms Jónssonar af torfbæ í Múlakoti 1913
  • Mynd Ásgríms Jónssonar af bænum í Múlakoti