MÓSA
Útlit
(Endurbeint frá Mósi)
MÓSA (fræðiheiti Staphylococcus aureus) er skammstöfun fyrir meticillín-ónæman Staphylococcus aureus.[1]
S. aureus er gram-jákvæð kúlulaga baktería sem finnst í klösum sem líkjast mjög vínberjaklösum. S. aureus er mjög algeng bakteríutegund sem finnst á húð manna og í nefi.[2]
MÓSA eru bakteríur sem eru ónæmar fyrir venjulegum sýklalyfjum (methicillin, dicloxacillin, nafcillin, oxacillin o.fl) og cephalosporínum. MÓSA-sýkingar eru sérstakt vandamál í spítölum, fangelsum og dvalarheimilum þar sem sem sjúklingar með opin sár, tæki sem tengt eru líkama og bælt ónæmiskerfi er hættara við smiti en almenningi.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Sigríður Antonsdóttir. „Hvað er MÓSA-smit?“. Vísindavefurinn 16.9.2002. (Skoðað 21.4.2009).
- ↑ Todar, Kenneth (2008). „Staphylococcus aureus and Staphylococcal Disease“ Geymt 17 júní 2024 í Wayback Machine Todar's Online Textook of Bacteriology (Skoðað 21. apríl 2009).
Þessi líffræðigrein sem tengist heilsu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.