Lögurinn (Svíþjóð)
Útlit
(Endurbeint frá Mälaren)
Lögurinn (sænska: Mälaren) er þriðja stærsta stöðuvatn Svíþjóðar á eftir Væni (Vänern) og Veitum (Vättern).
Goðsöguleg sköpunarsaga Lagarins
[breyta | breyta frumkóða]Snorri Sturluson skýrir svo frá, að Gylfi konungur í Svíþjóð hafi gefið Gefjunni plógsland. Hún fór þá í Jötunheima og sótti þangað fjögur naut, sem voru synir hennar og jötuns nokkurs. Hún beitti þeim fyrir plóginn, og plógurinn gekk svo djúpt, að hann leysti upp landið, og drógu nautin það vestur á hafið og staðnæmdust í sundi nokkru. Þar festi Gefjun landið og kallaði Selund eða Sjáland. En vatn leitaði þangað er landið hafði áður verið og er þetta vatn nú kallað Lögurinn. En svo eru víkur í Leginum sem nes á Sjálandi. Um betta orkti Bragi gamli:
- Gefjun dró frá Gylfa,
- glöð djúpröðuls, óðla,
- svát af rennirauknum
- rauk, Danmarkar auka.
- Báru öxn ok átta
- ennitungl, þars gengu
- fyrir vineyar víðri
- vallrauf, fjögur höfuð.