Másstaðir í Skíðadal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Másstaðir, eða Ytri-Másstaðir, er bær í Skíðadal og tilheyrir Dalvíkurbyggð. Bærinn er vestan Skíðadalsár og stendur undir bröttum hlíðum Stólsins milli Dælis og Þverár. Másstaðir er gömul jörð og sumir telja að Möðruvellir þeir sem getið er um í Svarfdæla sögu hafi verið Másstaðir. Másstaðir voru jafnan í bændaeign. Árið 1652 féll snjóflóð eða skriða á bæinn og eyðilagði hann. Nokkru síðar var jörðinni skipt í tvennt Ytri- og Syðri-Másstaði. Ytri-Másstaðir reyndist betri og farsælli jörð. Skriðuhætta var á Syðri-Másstöðum og eftir skriðuföll 1929 fór jörðin í eyði en landareignin var sameinuð Þverá.