Lággjaldaflugfélag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Boeing 737-800 í rekstri Ryanair
EasyJet A319, Airport Amsterdam Schiphol.

Lággjaldaflugfélag er flugfélag, með lægri fargjöld en venjuleg flugfélög, sem rukkar oft fyrir þjónustur eins og mat um borð, farang, forgangsmiða, sætaval og fleira. Lággjaldaflugfélög reka oft styttri flug en önnur flugfélög og er oftast eingöngu flogið milli tveggja áfangastaða án viðdvala. Samkeppni á meðal lággjaldaflugfélaga er mikil en tvö stærstu lággjaldaflugfélögin í Evrópu eru Ryanair og easyJet svo að dæmi séu nefnd. Iceland Express er dæmi um íslenskt lággjaldaflugfélag.

Fargjöld hjá sumum lággjaldaflugfélögum eru auglýst án skatta þannig að þau er oft hægri en búast mætti við. Stundum eru flug auglýst sem „ókeypis“ en þá þarf að borga skatta og önnur gjöld. Undanfarin ár hafa sum lággjaldaflugfélög byrjað að rukka viðskiptavini fyrir að nota ákveðinn greiðslumáta, t.d. debetkort. Oft er ekki hægt að komast hjá þessum aukagjöldum og í sumum löndum mega flugfélög ekki nota slíka sölutækni.

Mörg lággjaldaflugfélög nota aðeins eins konar flugvél til að spara fé í þjálfun starfsmanna og viðhaldi flugvéla. Í upphafi notuðu mörg lággjaldaflugfélög eldri flugvélar á borð við McDonnell Douglas DC-9 og eldri tegundir af Boeing 737. Síðan árið 2000 hafa flotar aðallega samanstaðið af hagkvæmari flugvélum eins og Airbus A320 og nýrri Boeing 737.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.