Fara í innihald

Lyngbakur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lyngbakur úr frönsku handriti frá 1270
Lyngbakur úr frönsku handriti frá 1270.

Lyngbakur er nafn á gríðarstóri hvallíkri skepnu sem meðal annars er greint frá í Örvars-Odds sögu í Grænlandshafi. Lyngbakurinn var talinn vera stærstur allra dýra í sjó og lá hann oft þannig á hálfu kafi að hann virtist vera eyja og leit þá út eins og þar á sé vaxið lyng og því er hann kallaður lyngbakur. Fjölmargar sögur eru um lyngbaka víða frá á Íslandi. [1]

Svipuð sjóskrímsli hafa sést víða í heiminum:

Í þjóðsögum inúíta á Grænlandi var er talað um svipað skrímsli sem hét Imap Umassoursa. Þetta var risastórt sjóskrímsli sem oft var túlkað fyrir stóra og flata eyja. Þegar skrímslið kom upp úr sjónum velti það húðkeypum svo ræðarar dukknuðu. Þegar farið var yfir grynnur var farið varlega af ótta við að vera yfir þessari hræðilegu veru.[1]

Í þjóðsögum Yamana-fólksins á syðsta odda Argentínu og Chile eru stórir vatnsandar sem nefnndir eru lakúma. Þeir liggja flatir á yfirborði vatnsins og hægt er að ganga út á skrokkinn. Þegar þeir sökkva sér í kaf geta drekkja þei öllum öllum sem ganga ofan á þeim.[2]

Í lengri og yngri gerðinni af fornaldarsögunni um Örvar Odd er sagt frá tveimur sjóskrímslum. Örvar-Oddr og skipverjar hans voru á siglingu meðfram Grænlandsströnd suður og vestur í átt að Hellulandi. Í sögunni segir svo:

Þeir sjá um daginn, hvar klettar tveir koma upp ór hafinu. Oddr undrast þat mjök. Þar sigldu þeir á millum klettanna. En er á leið daginn, sáu þeir ey mikla. Oddr bað þar at leggja. Vignir spurði, hvat því skyldi. Oddr bað fimm menn ganga á land ok leita at vatni. Vignir kvað þess enga þörf ok sagði enga af sínu skipi fara skyldu. En er menn Odds kómu á eyna, höfðu þeir litla stund þar verit, áðr eyin sökk, ok drukknuðu þeir allir. Lyngi var vaxin ey sjá ofan. Ekki sáu þeir hana síðan upp koma. Horfnir váru ok klettarnir, þegar þeir sáu til.[2]

Brendan sæfari og hvalurinn Jasconius. Úr þýsku 15. aldar handriti
Brendan sæfari og hvalurinn Jasconius. Úr þýsku 15. aldar handriti

Svipuð skepna kemur fyrir í sögunum um Brendan sæfara, sem þar er nefnt Jasconius. Á sjóferð hans um norðurhöf komu Brendan og samferðamenn að því sem þeir halda að sé eyja og setja þar upp búðir. Þeir halda upp á páskana á bakinu á sofandi risanum, en vekja hann þegar þeir kveikja upp eld. Þeim tekst að bjarga sér út í skipið u og Brendan útskýrir að eyjan sem fer á kaf sé í raun Jasconius, sem reynir árangurslaust að stinga halanum í kjaftinn.[3]

Langt fram eftir öldum töldu flestir Norður-Evrópubúar, jafnt lærðir sem leikmenn, að skepnur eins og lyngbakur væru alvörudýr. Seinnitíma náttúrufræðingar telja að margar þessar frásagnir hafi uppruna í stórum hvölum, eins og hnúfubak, steypireyð og langreyð.[4]

  1. Eru sjávarskrímsli til?
  2. Wilbert, Johannes, þýðandi (2020). Folk Literature of the Yamana Indians. University of California Press. bls. 49-42. ISBN 0520032993.
  3. John Joseph O'Meara þýðandi (1981). The Voyage of Saint Brendan: Journey to the Promised Land. Colin Smythe Ltd. bls. 23. ISBN 9780851055046.
  4. McCarthy, John; Sebo, Erin; Firth, Matthew (2023). Parallels for cetacean trap feeding and tread‐water feeding in the historical record across two millennia. Marine Mammal Science.