Luka Dončić
Jump to navigation
Jump to search
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Luka Dončić | |
Fæðingardagur | 28. febrúar 1999 | |
Fæðingarstaður | Ljubljana, Slóvenía | |
Hæð | 201 cm. | |
Þyngd | 104 kg. | |
Leikstaða | lítill framherji | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Dallas Mavericks | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
2015-2018 2018- |
Real Madrid Dallas Mavericks | |
Landsliðsferill | ||
Ár | Lið | Leikir |
2016- | Slóvenía | |
1 Meistaraflokksferill.
|
Luka Dončić er slóvenskur körfuboltamaður sem spilar fyrir Dallas Mavericks í NBA-deildinni og slóvenska landsliðinu. Doncic hóf ferilinn með Union Olimpija í heimalandinu en fór snemma til Real Madrid þar sem hann hlaut sæti í byrjunarliðinu aðeins 16 ára. Árið 2018 vann hann EuroLeague með liðinu.
Sama ár hélt hann til Dallas Mavericks og á 2018–19 tímabilinu var hann valinn nýliði ársins og komst í stjörnulið NBA. Dončić á ýmis met nýliða NBA eins og flestar þrefaldar tvennur og hefur náð í 10. sæti yfir flestar slíkar í deildinni.
17 ára hóf Doncic að spila fyrir slóvenska landsliðið og vann EuroBasket titilinn 2017. Saša Dončić, faðir Luka, er körfuboltaþjálfari og fyrrum leikmaður.
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
- Fyrirmynd greinarinnar var „Luka Dončić“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9 ágúst. 2020.