Logos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

LOGOS er lögmannsstofa í Reykjavík. Stofan er stærsta lögmannsstofa Íslands með um 80 starfsmenn. LOGOS sérhæfir sig í þjónustu við íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf og er jafnframt sú lögmannsstofa á Íslandi sem á sér lengsta sögu, eða allt aftur til ársins 1907.  [1]

Sveinn Björnsson, sem síðar varð fyrsti forseti Íslands, opnaði þá fyrstu lögmannsstofu landsins, Málflutningsskrifstofuna í Kirkjustræti í Reykjavík. Logos í núverandi mynd varð til með samruna A&P lögmanna og Málflutningsskrifstofunnar.[2] Árið 2005 opnaði LOGOS skrifstofu í London og var jafnframt fyrsta íslenska lögfræðistofan til að opna skrifstofu þar. Verkefnin þar eru flest á sviði fyrirtækjaráðgjafar.[3]   Lögmannsstofan er félagi í Lex Mundi, sem eru stærstu samtök óháðra lögfræðistofa í heiminum.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. https://www.logos.is/
  2. http://wayback.vefsafn.is/wayback/20061115013629/logos.is/Index/Fyrirtaekid/Saga/
  3. https://www.logos.is/fyrirtaekid/saga
  4. https://www.logos.is/fyrirtaekid/althjodasamstarf