Loftljómi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Loftljómi eða næturljómi er veikt ljós sem stafar frá andrúmslofti jarðar og veldur því að næturhimininn er aldrei alveg myrkur jafnvel þótt áhrif stjörnubirtu og sólarljóss frá björtu hliðinni væru engin. Fyrirbærið stafar af ýmsum efnaferlum sem eiga sér stað efst í gufuhvolfinu eins og frumeindum sem voru ljósjónaðar um daginn, geimgeislum sem rekast á lofthjúpinn og efnaljómun sem verður þegar súrefni og köfnunarefni hvarfast við hýdroxýljónir. Loftljóma verður ekki vart á daginn vegna himingeislunar sem stafar af birtu sólarinnar.

Fyrstur til að lýsa loftljóma var sænski eðlisfræðingurinn Anders Ångström ári 1868.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist