Listi yfir bæi í Norðfjarðarsveit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Eftirfarandi er listi yfir bæi í Norðfjarðarsveit. Taldir að sunnanverðu og byrjað að austan, síðan haldið út að norðanverðu:

 • Borgir, fór í eyði 1921. Borgir er eyðibýli við sunnanverðan Norðfjörð og kallast nú í daglegu tali Búland. Þar voru beitarhús frá Skorrastað. Fjarðabyggð á nú jörðina. Álfahraun skilur land Búlands og Grænaness.
 • Grænanes, gamalt býli, kirkjujörð en síðast ríkisjörð, fór í eyði 2007, síðasti ábúandi Sigfríð Sigfinnsdóttir. Landamerki: Að utan Lína úr Leiru um Álfahraun (Álftahraun) og Auragil í fjallsegg. Að framan: Sjónhending frá Bugalækjarós í Skotagil og þaðan í Járnskaratind. Að sunnan: Fjallsegg. Að norðan: Norðfjarðará.
 • Skuggahlíð, kirkjujörð fyrr á öldum, í einkaeign frá 1918. Jörðin Skuggahlíð liggur sunnan við Norðfjarðará um 6 km. frá sjó. Bærinn dregur nafn af hárri og brattri klettahlíð, sem er fyrir ofan bæinn. Hlíð þessi heitir Bjarg eða Skuggahlíðarbjarg.
 • Seldalur fór í eyði 1995, nú sumarhús.Fyrir framan bæinn heitir túnið Réttartún ofar en Framtún neðar út að Bæjarfossi, en svo heitir foss í Selánni beint niður af bænum. Í Réttartúni er hús, sem heitir Hlöðuhús. Fyrir utan og neðan bæinn heitir Undirtún og í því hús byggt af Skorrastaðarpresti, sem nefnt er Prestshús.

Að norðanverðu byrjað að vestan.

 • Fannardalur, fór í eyði 1956. Býlið dregur nafn sitt af jöklinum Fönn innst í fjallinu. Fannardals er getið í Droplaugarsonasögu þegar sagt er frá hinni örlagaríku för Droplaugarsona. Fannardalur hefur lengst af verið í eigu bænda og hefur þótt vera góð jörð fyrir sauðfé. Um túnið á jörðinni falla tveir lækir. Sá ytri heitir Hesthúsalækur, en hinn Bæjarlækur. Á miðju Hesthúsatúninu er stór þúfa, hóll, sem heitir Völvuleiði.
 • Tandrastaðir, fór í eyði 1936.
 • Hólar, fór í eyði 1954.
 • Ásmundarstaðir, fornbýli og forn kirkjustaður.
 • Kirkjuból, talið að þar hafi aldrei verið kirkja, talið að býlið hafi áður heitið Kirkjulækur. Helstu örnefni. Bærinn stendur á hól utan við á , sem heitir Kirkjubólsá. Yst í túninu er hóll, sem heitir Krákuhóll. Upp af honum er steinn, sem heitir Huldkonusteinn. Upp og út af honum eru hólar, sem nefnast Lynghólar. Utan við þá er Stekkjarlækur-Innri. Næsti lækur þar fyrir utan er Merkilækur. Fyrir utan hann er Kolbeinsmelur og nokkru ofar Stakhóll. Upp með Stekkjarlæknum, fyrir neðan lyngjamótin er Innri-Blautibotn. Skammt fyrir utan hann er Ytri-Stekkjarlækur og fellur hann í Merkilækinn. Tungan á milli lækjanna heitir Ytri-Blautibotn. Bringur heita út af túninu neðanverðu. Utan við þær er Hringur og þá Merkilækjarþýfi. Niður við ána syðst og austast í landareigninni heita Kirkjubólseyrar. Út og kringum heitir Langabarð. Ofan við túnið er hóll sem heitir Hjallhóll og upp af honum grashóll, sem heitir Skjöldur og Skjaldhnaus þar fyrir ofan. Utan í honum er grashóll, sem heitir Ormarskinn. Út og upp af Skjaldhnausnum er Stekkjarhnaus, en út af honum eru Innri-Svarthamrar. Upp af þeim eru Bagalsbotnar. Yst upp af Bagalsbotnum er tindur, sem heitir Bagall. Innan við hann eru þrjár gjár, sem heita Kirkjubólsgjár. framhald.. Skrifað eftir handriti Guðmundar Sveinssonar, skrifað upp af Eyþóri Þórðarsyni árið 1931.
 • Móakot, stutt búseta, fór í eyði 1970.
 • Loftsgerði, fornbýli í Skálateigslandi.
 • Neðri-Skálateigur, hjáleiga frá Skálateig.
 • Skálateigsnes, afbýli frá Skálateig.
 • Efri-Skálateigur, upphaflega býlið í Skálateigi.
 • Litlagerði, fornbýli í Skálateigslandi.
 • Stóragerði, fornbýli milli Skálateigs og Skorrastaðar fór í eyði 1762.
 • Skorrastaður, var kirkjustaður og prestssetur frá því á 14.öld til 1894 er kirkjan var flutt að Nesi í Norðfirði.
 • Kirkjumelur, ungmennafélagið Egill rauði reisti samkomuhús á melnum 1933. Fljótlega var farið að nota húsið undir skólahald og 1946 var byggður þar heimavistarskóli.
 • Neðri-Miðbæjar-Ekra, (Ekra), afbýli frá Neðri-Miðbæ. Fór í eyði 1889.Fór í eyði á 19.öld.
 • Neðri-Miðbær, Miðbæjar-jörðinni var skipt upp á 18.öld.hefð
 • Efri-Miðbær, Miðbær var lengi ein bújörð.
 • Gróf, (Grófarhóll), afbýli frá Hofi, við mörk Hofs og Efri-Miðbæjar.Fór í eyði 1915
 • Hof, Hof er gamalt býli og er þess getið í Droplaugarsona sögu.
 • Sólheimar, hjáleiga á Grænanesbökkum, búið um skamman tíma seint á 19.öld.
 • Ormsstaðir, kirkjujörð, í bændaeign frá 1910.
 • Ormstaðarhjáleiga, hjáleiga frá Ormsstöðum, stóð 150 metra austan við Ormsstaði.
 • Hóll, gamalt afbýli frá Ormsstöðum, fer í eyði á 18.öld.
 • Þrastarlundur, nýbýli stofnað um 1940, skipt úr landi Ormsstaða.Fór í eyði 1988.
 • Naustahvammur, var hjáleiga frá Nesi í Norðfirði, leystist upp sem bújörð og varð að þéttbýli.