Listi yfir CSI:Miami (9. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Níunda þáttaröðin af CSI: Miami var frumsýnd 3.október 2010 og sýndir voru 22 þættir.

Fróðleikur[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn Happy Birthday er 200 þátturinn sem tekinn var upp.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Aukaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Fallen (Part 2) Tamara Jaron Sam Hill 03.10.2010 1 - 192
CSI liðið missir Jesse Cardoza þegar geðveikur raðmorðingi sleppir hættulegu gasi inn á rannsóknarstofuna.
Sudden Death Corey Evett og Matt Partney Matt Earl Beesley 10.10.2010 2 - 193
Ung kona finnst myrt í einkaklúbbi fyrir ríka VIP gesti.
See No Evil Krystal Houghton Gina Lamar 17.10.2010 3 - 194
Blindur maður er eina vitnið að ráni á ungri stúlku og sönnunargögn leiða liðið að gömlum andstæðingi, Joe LeBrock.
Manhunt Marc Dube Don Tardino 24.10.2010 4 - 195
CSI liðið reynir að finna Memmo Fierro, manninn sem drap Marisol.
Sleepless in Miami Brian Davidson Sam Hill 31.10.2010 5 - 196
Maður segist hafa orðið vitni að morði áður en það gerist og reynir Natalia að komast að sannleikanum.
Reality Kills Melissa Scrivner Marco Black 14.11.2010 6 – 197
Raunveruleikastjarna finnst myrt og verður CSI liðið að rannsaka meðleikara, aðdáendur og fortíðina í leit sinni að morðingjanum.
On the Hook Scott Landy Tim Story 21.11.2010 7 - 198
Þegar sjómaður rétt sleppur undan skotárás þá reynir CSI liðið að komast að því hver er á eftir honum.
Happy Birthday Barry O´Brien og Marc Dube Sam Hill 05.12.2010 8 - 199
Þegar kona komin átta mánuði á leið finnst illa barin, reynir Horatio að finna árásarmanninn. Þetta er 200. þátturinn sem var tekinn upp.
Blood Sugar Gregory Bassenian Rod Holcomb 12.12.2010 9 - 200
Sprenging í sykurverksmiðju kemur upp um leyndarmál starfsmanna og eiganda verksmiðjunnar.
Match Made in Hell Brett Mahoney Eric Mirich 02.01.2011 10 - 201
Þegar rannsókn á andláti milljónamærings leiðir CSI liðið að einkastefnumótaþjónustu er ákveðið að Ryan muni leika ríkan viðskiptamann í leitinni að morðingjanum.
F-T-F Melissa Scrivner og K. David Bena David Arquette 09.01.2011 11 - 202
Þegar brunahani þvær öll sönnunargögn á glæpavettvangi í burtu þarf CSI liðið að endurskapa sérstakt tvöfalt morð í leit sinni að morðingjanum.
Wheels Up Corey Evett og Matt Partney Sam Hill 16.01.2011 12 - 203
CSI liðið rannsakar morð á hjólaskautastelpu.
Last Stand Brian Davidson Matt Earl Beesley 20.02.2011 13 – 204
Morðingi Marisols snýr aftur og tekur undir sig borgina og verður Horatio að stoppa hann áður en hann kemst undan.
Stoned Cold Tamara Jaron Allison Liddi 27.02.2011 14 - 205
Þegar vinsæl menntaskólastúlka finnst grýtt til dauða verður CSI liðið að komast að því hvað nákvæmlega gerðist en frekari rannsókn leiðir í ljós að stelpan hafi ekki verið eins vinsæl og talið var.
Blood Lust Krystol Houghton Ziv Gina Lamar 06.03.2011 15 - 206
CSI liðið leitar að raðmoringja sem reynir að drepa konu sem rétt slapp við dauðann.
Hunting Ground Adam Rodriguez Adam Rodriguez 13.03.2011 16 - 207
Maður finnst látinn eftir að hafa verið drepinn með boga og örvi. Rannsóknin leiðir CSI liðið að veiðiklúbbi sem notar menn sem skotmörk.
Special Delivery Michael McGrale Allison Liddi 20.03.2011 17 - 208
CSI liðið reynir að finna tengsl á milli sendils og húsmóðurs sem finnast myrt.
About Face Corey Evett og Matt Partney Sam Hill 27.03.2011 18 - 209
Nataliu er rænt af eftirlýstum fanga.
Caged Tamara Jaron og K. David Bena Larry Detwiler 10.04.2011 19 - 210
CSI liðið reynir að vernda bardagamann en fyrrverandi vinur hans (sem hann vitnaði gegn) er eftirlýstur fangi.
Paint It Black Krystal Houghton Ziv og Melissa Scrivner Gina Lamar 17.04.2011 20 - 211
Námsmaður finnst látinn í framhaldsskólasundlaug en eina vitnið að morðinu á við minnisvandamál að stríða.
G.O. Brett Mahoney Matt Earl Beesley 01.05.2011 21 - 212
CSI liðið eltist við sökudólg þar sem líf hans hefur verið einn heljarinnar skrípaleikur.
Mayday (Part 1) Marc Dube og Barry O´Brien Sam Hill 08.05.2011 22 - 213
Horatio eltist við seinustu eftirlýstu fangana þegar flugvél þeirra hrapar. Ray North skýtur Horatio og setur Nataliu í skottið á bíl og ýtir honum í höfnina.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]