Listi yfir CSI:Miami (4. þáttaröð)
Útlit
Fjórða þáttaröðinni af CSI: Miami var frumsýnd 19. september 2005 og sýndir voru 25 þættir.
Söguþráðs skipti
[breyta | breyta frumkóða]Söguþráðs-skipti verða á milli CSI:Miami og CSI:NY þegar Mac Taylor eltir fanga til Miami og síðan fer Horatio aftur til NY til þess að klára málin.
Fróðleikur
[breyta | breyta frumkóða]Breytingar voru gerðar á rannsóknarstofunni og var hún uppfærð í nútímalegri og tæknivæddari rannsóknarstofu, miðað við systurþætti sína.
Íslendingurinn Egill Örn Egilsson leikstýrir þættinum Driven.
Aðalleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- David Caruso sem Horatio Caine
- Emily Procter sem Calleigh Duquesne
- Adam Rodriguez sem Eric Delko
- Khandi Alexander sem Alexx Woods
- Jonathan Togo sem Ryan Wolfe
- Rex Linn sem Frank Tripp
Aukaleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Eva LaRue sem Natalia Boa Vista (Öll þáttaröðin)
- Boti Ann Bliss sem Maxine Valera (Öll þáttaröðin)
- David Lee Smith sem Rick Stetler (Öll þáttaröðin)
- Amy Laughlinsem Erica Sykes (Öll þáttaröðin)
- Michael B. Silver sem Peter Elliot (Öll þáttaröðin)
- Brooke Bloom sem Cynthia Wells (Öll þáttaröðin)
- Leslie Odom, Jr. sem Joseph Kayle (Öll þáttaröðin)
- Joel West sem Aaron Jessop (Öll þáttaröðin)
- Armando Valdes-Kennedy sem Aaron Peters (Öll þáttaröðin)
- Alana De La Garza sem Marisol Delko-Caine (Öll þáttaröðin)
- Joshua Leonard sem Jim Markham (Öll þáttaröðin)
- Bellamy Young sem Monica West (Öll þáttaröðin)
- Brendan Fehr sem Dan Cooper (Öll þáttaröðin)
Þættir
[breyta | breyta frumkóða]Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
---|---|---|---|---|
From the Grave | Ann Donahue og Elizabet Devine | Karen Gaviola | 19.09.2005 | 1 - 73 |
CSI liðið verður að finna tengingu á milli tveggja glæpavettvanga: dráp á eiturlyfjasala og nauðgun á vinnukonu hjá ríkri fjölskyldu sem er ólétt af húsbóndanum. | ||||
Blood In The Water | Dean Widenmann og Sunil Nayar | Duane Clark | 26.09.2005 | 2 - 74 |
Þegar rík fjölskylda festist inn í brennandi skútu á hákarlasvæði verður CSI liðið að rannsaka hvað gerðist nákvæmlega. | ||||
Prey | Corey Miller og Barry O´Brien | Scott Lautanen | 03.10.2005 | 3 - 75 |
CSI liðið verður að rannsaka dekkri hlið næturklúbba Miami þegar unglings túristi hverfur. Á meðan þá kemur fortíð Horatio frá New York fram á sjónarsviðið þegar gamalt mál lendir á borðinu hjá honum. | ||||
48 Hours to Life | John Haynes og Marc Dube | Norberto Barba | 10.10.2005 | 4 - 76 |
Horatio og CSI liðið reynir að bjarga ungum saklausum manni frá því að fara í fangelsi. | ||||
Three-Way | Marc Guggenheim og ldy Modrovich | Jonathan Glassner | 17.10.2005 | 5 - 77 |
Þrjár húsmæður í konuferð verða aðalsökudólgarnir þegar sundlaugastrákur finnst myrtur. Þegar Horatio fréttir að því að CSI liðið sé til skoðunar verður hann að treysta á Calleigh, Delko og Ryan til þess að finna morðingjann. | ||||
Under Suspicion | Sunil Nayar og Barry O´Brien | Sam Hill | 24.10.2005 | 6 - 78 |
CSI liðið vinnur gegn tímanum þegar öll sönnunargögn benda til þess að Horatio sé morðingi, þegar kona sem hann þekkir finnst myrt. | ||||
Felony Night | Elizabeth Devine, Anthony E. Zuiker og Ann Donahue | Scott Lautanen | 07.11.2005 | 7 - 79 |
Söguþráðs-skipti á milli CSI: Miami og CSI: NY, sem byrjar í Miami þegar raðmorðingi flýr eftir flugslys sem var að fljúga með hann frá New York til Miami. Eftir að hafa flúið frá slysstaðnum þá verður hann morðóður sem endar með því að hann rænir ungum háskólastúdent. Mac Taylor kemur til Miami til að aðstoða Horatio. | ||||
Nailed | Corey Miller og Barry O´Brien | Karen Gaviola | 14.11.2005 | 8 - 80 |
CSI liðið rannsakar morð á konu sem var að skilja við eiginmann sinn. Það eina sem er skringilegt við málið er morðvopnið sem er naglabyssa. Málið verður flóknara þegar ráðist er á einn af CSI liðinu á vettvangi og lendir á sjúkrahúsi. | ||||
Urban Hellraisers | Dean Widenmann og Marc Guggenheim | Matt Earl Beesley | 21.11.2005 | 9 - 81 |
Delko lendir í miðju bankaráni, sem leiðir CSI liðið í leit að ræningjum sem herma eftir þekktum tölvuleik. | ||||
Shattered | Ildy Modrovich | Scott Lautanen | 28.11.2005 | 10 - 82 |
Eitulyfjabarón er skotinn niður á heimili sínu og sá sem er sekur um morðið segist hafa selt marijúana til Delko. Stetler, úr innraeftirlitinu, rannsakar málið og verður það fljótt persónulegt þegar Horatio blandast í málið. | ||||
Payback | Marc Dube og Ildy Modrovich | Sam Hill | 19.12.2005 | 11 - 83 |
Horatio leitar að manni sem er sakaður um alvarlega nauðgun á konu nokkrum árum áður, eftir að ný DNA sýni, sýna að sá sem var sakfelldur í málinu var saklaus. | ||||
The Score | Barry O´Brien | Jonathan Glassner | 09.01.2006 | 12 - 84 |
CSI liðið rannsakar morð á manni sem var að læra að pikka upp dömur á vinsælum næturklúbbi. Á meðan aðstoðar Horatio Marisol, systur Delkos, sem hefur verið handtekin fyrir eiturlyfjakaup. | ||||
Silencer | Sunil Nayar | Ernest R. Dickerson | 23.01.2006 | 13 - 85 |
Mala Noche glæpagengið heldur áfram að hrella íbúa Miami. | ||||
Fade Out | Corey Miller | Scott Lautanen | 30.01.2006 | 14 - 86 |
Sönnunargögn sýna röð morða með tengls við skipulagða glæpastarfssemi en Horatio og CSI liðið eru í staðin leidd í áttina að nokkrum kvikmyndanemendum sem hafa í höndunum handrit sem lýsir vel hvernig morðin voru framkvæmd. | ||||
Skeletons | John Haynes og Elizabeth Devine | Karen Gaviola | 06.02.2006 | 15 - 87 |
Erkióvinur Horatio, Walter Resden, skýtur upp kollinu og Horatio reynir að stöðva hann. | ||||
Deviant | Krystal Houghton | Scott Lautanen | 27.02.2006 | 16 - 88 |
DNA sýni Alexxs finnst um allt nágrannahverfi hennar þegar hún er talin vera ábyrg fyrir dauða kynferðisofbeldismanns í hverfinu. | ||||
Collision | Dean Widenmann | Sam Hill | 06.03.2006 | 17 - 89 |
Hræðilegt bílsslys ungrar konu breytist í hugsanlegt morð og annað lík. Natalia leysir frá leyndarmáli úr fortíðinni sem gæti hjálpað til við málið. | ||||
'Double Jeopardy | Brian Davidson | Scott Lautanen | 13.03.2006 | 18 - 90 |
Saksóknari tapar stóru máli þar sem eiginmaðurinn er sakaður um að hafa myrt eiginkonu sína og hent líki hennar í stöðuvatn. En þegar lík konunnar finnst loksins þá er ekki hægt að dæma aftur í málinu og því þarf CSI liðið að finna ný sönnunargögn sem gæti tengt eiginmanninn við morðið. | ||||
Driven | Ildy Modrovich | Egill Örn Egilsson | 20.03.2006 | 19 - 91 |
Hópur ríkra kvenna er rænt í heilsulind og CSI liðið telur að ránið tengist hópi bílarána og innbrota á heimilum ríkra. | ||||
Free Fall | Marc Dube | Scott Lautanen | 10.04.2006 | 20 - 92 |
CSI liðið verður að komast að því hver er að reyna að drepa ungt par sem er nýsloppið úr fangelsi. | ||||
Dead Air | John Haynes | Sam Hill | 24.04.2006 | 21 - 93 |
CSI liðið verður að finna konu sem hefur verið rænt og hafði hringt í vitlaust símanúmer úr farsíma sínum. | ||||
Open Water | Marc Dube og Ildy Modrovich | Scott Lautanen | 01.05.2006 | 22 - 94 |
Skemmtaferðaskip sem stendur í höfninni í Miami verður að glæðavettvangi þegar tvöfalt morð á sér stað um borð. | ||||
Shock | Brian Davidson og Corey Miller | Karen Gaviola | 08.05.2006 | 23 - 95 |
Í miðju partýi þá finnst ung rík kona myrt í sínu eigin baðkari. | ||||
Rampage | Ann Donahue og Sunil Nayar | Scott Lautanen | 15.05.2006 | 24 - 96 |
Sakborningur í dómsmáli tengdur Mala Noche glæpagenginu gengur laus með aðstoð frá vitni. Horatio er gerður að skotmarki af glæpagenginu með þeim afleiðingu að CSI liðið er sett í erfiðar aðstæður sem endar hrikalega fyrir liðið. | ||||
One Of Our Own | Barry O´Brien, Krystal Houghton og Elizabeth Devine | Matt Earl Beesley | 22.05.2006 | 25 - 97 |
Horatio og Delko leita um alla Miami að Mala Noche genginu til þess að hefna fyrir morðið á nákomnum einstaklingi þeirra. Hefnd þeirra reynist erfið eftir að alríkislögreglan tekur yfir rannsóknarstofuna byggt á upplýsingum frá innanhúsmanni þeirra á rannsóknarstofunni. | ||||
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „CSI: Miami (season 4)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. maí 2010.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- DVD Release Dates Geymt 5 mars 2007 í Wayback Machine at TVShowsOnDVD.com.