Listi yfir íslenskar stafsetningar- og málfræðivillur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Listi yfir algengar málfræðivillur (þ.e. málvillur og ritvillur) í íslensku, hér eru aðeins skráð orð og orðasambönd sem alltaf teljast röng en ekki bara röng í vissu samhengi.

Málfræðivilla/Stafsetningarvilla Leiðrétting Útskýring
gregoríanska tímatalið gregoríska tímatalið eða gregorska tímatalið Allar myndirnar þrjár fyrirfinnast í íslensku máli, en gregorska eða gregoríska tímatalið er réttast frá röklegu og málfræðilegu sjónarmiði þar sem tímatalið er kennt við Gregoríus 13. páfa sem einnig er nefndur Gregor á íslensku.
hellast úr lestinni heltast úr lestinni Orðatiltækið á uppruna sinn að rekja til þess þeim tíma þegar hestar voru helsti fararskjótinn, en þá gat komið sér illa þegar margir voru á ferð saman ef einn hestur varð haltur og gat ekki fylgt lestinni lengur. Þar sem slík lest er ekki ílát er hins vegar ekki hægt að hella neinu úr henni.
hlægja hlæja Sögnin beygist þannig: Hlæja (nh.) - hló (þt. et.) - hlógum (þt. ft.) - hlegið (lh. þt.). Sögnin að hlægja merkir að fá einhvern til að hlæja.
ítrasta ýtrasta ítrasta sem er komið af orðinu ítur: fallegur, ágætur er oft ruglað saman við efsta stig af ýtrari sem þýðir: frekar, rækilegar, en efsta stigið er: ýtrast(ur): eins og t.d. í orðasambandinu: til hins ýtrasta af fremsta megni - eða - mitt ýtrasta ráð: síðasta ráð mitt.
leiti leyti í orðasambandi eins og „að öðru leyti“ og „um þetta leyti“ skal ekki skrifa „leiti“; „leiti“ þýðir hæð og á að nota í orðasambandi eins og „á næsta leiti“ og í staðarheitum eins og „Efstaleiti“.
lýst á líst á
mannsal mansal "Man" þýðir "ófrjáls manneskja"
talva tölva
víst að... fyrst að... Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]