Listi yfir íslenskar stafsetningar- og málfræðivillur
![]() |
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: Þessi grein þarf að endurspegla það sem hefur komið fram í málvöndunarritum og kennslubókum. Nú er hún bara samantíningur af hinu og þessu. |
Listi yfir algengar málvillur og ritvillur í íslensku, hér eru aðeins skráð orð og orðasambönd sem alltaf teljast röng en ekki bara röng í vissu samhengi.
Málfræðivilla/Stafsetningarvilla | Leiðrétting | Útskýring |
---|---|---|
berast á banaspjótum | berast á banaspjót | Orðtakið berast á banaspjót þýðir „að sækjast hvor eftir annars lífi“. Berast á er gagnverkandi merkingar (bera hvor á annan), sbr. að slást (slá hvor annan). Berast á banaspjót er þannig í rauninni = bera hvor á annan banaspjót, þ.e. hvor um sig ber banaspjót á hinn, þeir beita vopni hvor gegn öðrum. Villan að berast á banaspjótum kemur upp þegar menn hafa misskilið þetta þannig að á ætti að stýra þágufalli. Berast á banaspjótum er svokölluð alþýðuskýring, tveggja alda gömul. |
einhvað / eikkhvað | eitthvað | |
einmanna | einmana | |
fyrring | firring | |
fleirra | fleira | |
gamminn geysa | gamminn geisa | Gammur er hestur. Láta gamminn geisa. |
gangnamunni | gangamunni | Göng en ekki göngur. Munni ganganna. |
grandskoða | grannskoða | Þú skoðar eitthvað grannt. |
haldfang | handfang | Handfang er sá hluti einhvers sem hendur geta fangað, til dæmis í því skyni að lyfta viðkomandi hlut, halda á honum eða færa hann úr stað. Orðið „haldfang“ er hins vegar hvergi að finna í íslenskri orðabók. |
harmlaus | meinlaus | Hér er dæmi um falsvini. Hér er verið að rugla saman enska orðinu harmless og íslenska orðinu harmlaus (laus við harm (þ.e. sorg)), en harmless er venjulega þýtt sem: meinlaus, skaðlaus, saklaus. |
hellast úr lestinni | heltast úr lestinni | Orðatiltækið á uppruna sinn að rekja til þess þeim tíma þegar hestar voru helsti fararskjótinn, en þá gat komið sér illa þegar margir voru á ferð saman ef einn hestur varð haltur og gat ekki fylgt lestinni lengur. Þar sem slík lest er ekki ílát er hins vegar ekki hægt að hella neinu úr henni. |
hlægja | hlæja | Sögnin beygist þannig: Hlæja (nh.) - hló (þt. et.) - hlógum (þt. ft.) - hlegið (lh. þt.). Sögnin að hlægja merkir að fá einhvern til að hlæja. |
hnéið | hnéð | |
mig/mér hlakkar til | ég hlakka til | sjá: þágufallssýki |
hér eru hurðar | hér eru hurðir | Sumir gera sömu villu með orðið lestir, og tala um margar lestar (sem er rangt). Hér er ruglað saman eignarfalli eintölu og nefnifalli fleirtölu. |
hvorki...eða | hvorki...né | sjá: fleiryrt samtenging |
hæðsti | hæsti | |
ítrasta | ýtrasta | ítrasta sem er komið af orðinu ítur: fallegur, ágætur er oft ruglað saman við efsta stig af ýtrari sem þýðir: frekar, rækilegar, en efsta stigið er: ýtrast(ur): eins og t.d. í orðasambandinu: til hins ýtrasta af fremsta megni - eða - mitt ýtrasta ráð: síðasta ráð mitt. |
jafnmargir...en... | Jafnmargir...og... | Rangt er að skrifa: Óvíða eru jafnmargar bifreiðar miðað við íbúa en á Íslandi. Þarna á annaðhvort að standa: jafnmargar...og eða fleiri...en... |
keyptu | kauptu | Þegar notaður er boðháttur sagnarinnar að kaupa í eintölu á hann að vera „kauptu“ en ekki „keyptu“. Orðmyndin „keyptu“ er þó ekki alltaf röng, hún er rétt sem 3. persóna fleirtölu í þátíð. |
kílómeter | kílómetri | |
koma frá Akureyri, koma frá Reykjavík | vera frá Akureyri, vera frá Reykjavík. | |
kjarnaorkusprengja | kjarnorkusprengja | |
að öðru leiti | að öðru leyti | í orðasambandi eins og „að öðru leyti“ og „um þetta leyti“ skal ekki skrifa „leiti“; „leiti“ þýðir hæð og á að nota í orðasambandi eins og „á næsta leiti“ og í staðarheitum eins og „Efstaleiti“. |
lýst á | líst á | |
mannsal | mansal | Orðið „man“ merkir „ófrjáls manneskja“. |
mér langar | mig langar | Sögnin „að langa“ er ópersónuleg sögn sem tekur með sér þolfall. |
mánaðarmót | mánaðamót | Tveir mánuðir mætast og því er orðið mánuður í eignarfalli fleirtölu, ekki eintölu. |
meiga | mega | núþáleg sögn |
talva | tölva | Nýyrðið var búið til með því að blanda saman „tölu-völva“ (talna-spákona) |
telur - eitthvað telur | skiptir máli | Á ensku er stundum sagt: everything counts, en á íslensku er ekki rétt að segja ?að allt telji, eða ?að mörk telji (að hvert mark telji) o.s.frv., heldur skipta þau máli (hvert mark skiptir máli). |
tréið | tréð | |
trúnna | trúna | Það er eitt „n“ í orðunum trúna, kúna, ána, brúna. Dæmi: "missa trúna, mjólka kúna, vaða yfir ána eða fara yfir brúna." |
útileiga | útilega | Þú ferð í útilegu og gistir í tjaldi, ferðavagn, eða gistir jafnvel úti í náttúrunni. Það getur jafnvel verið að þú leigir þér ferðavagninn, sem þá er í útleigu. En útileiga er ekki til. |
víst að... | fyrst að... | Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta. |
mér vantar | mig vantar | Sögnin „að vanta“ er ópersónuleg sögn sem tekur með sér þolfall. |
ég vill | ég vil | |
þáttaka | þátttaka | Orðið merkir „það að taka þátt“ og er þannig myndað, að sögninni „að taka“ er skeytt aftan við stofn nafnorðsins „þáttur“ þannig að úr verður þátt-taka. |
þæginlegt | þægilegt |
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- „Hverjar eru algengustu villurnar í talaðri íslensku?“ á Vísindavefnum
- LanguageTool Style and Grammar Checker með stuðningi fyrir íslensku.