Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar (oft kallað Sigurjónssafn) er listasafn, yst á Laugarnestanga, yfir verk Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara. Safnið var sjálfseignarstofnun og starfaði eftir skipulagsskrá frá 1989. Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns, veitti safninu forstöðu. Með gjafagerningi árið 2012 var safnið með öllum listaverkum og fasteignum á Laugarnestanga gefið til Listasafns Íslands.

Frá 2021 hefur fjölskylda Sigurjóns rekið safnið.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]