Fara í innihald

Lil Nas X

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lil Nas X
Lil Nas X á Glastonbury-hátíðinni árið 2023
Fæddur
Montero Lamar Hill

9. apríl 1999 (1999-04-09) (25 ára)
Störf
  • Rappari
  • söngvari
  • lagahöfundur
Ár virkur2015–í dag
Tónlistarferill
UppruniAustell, Georgía, BNA
Stefnur
ÚtgefandiColumbia
Vefsíðawelcometomontero.com

Montero Lamar Hill (f. 9. apríl 1999), sem er betur þekktur undir listamannsnafni sínu Lil Nas X, er bandarískur rappari, söngvari og lagahöfundur. Hann varð frægur eftir að hann gaf út smáskífuna „Old Town Road“, sem náði fyrst vinsældum snemma árs 2019 áður en hún klifraði upp vinsældarlista um allan heim og varð viðurkennd sem demants smáskífa í nóvember sama ár, með samanlagt yfir tíu milljónir staðfestra eininga í streymi og sölu.

„Old Town Road“ var 19 vikur í efsta sæti bandaríska Billboard Hot 100 vinsældarlistans og varð það lag sem varði lengstum tíma í efsta sæti síðan listinn kom fyrst út árið 1958.[1] Nokkrar endurhljóðblandanir af laginu voru gefnar út, en sú vinsælasta var með kántrí söngvaranum Billy Ray Cyrus. Þegar „Old Town Road“ var í efsta sæti á Hot 100, kom Lil Nas X út sem hommi og varð eini listamaðurinn til að gera það á meðan hann var með lag í efsta sæti listans.[2]

Í kjölfar velgengni „Old Town Road“ gaf Lil Nas X út fyrstu stuttskífu sína, sem hét 7. Af henni komu út tvær smáskífur í viðbót. Sú fyrsta hét „Panini“ og komst hæst í fimmta sæti á Hot 100. Önnur smáskífan hét „Rodeo“, og sungu Cardi B og Nas á sitthvora útgáfu af henni, og komst hún hæst í 22. sæti Hot 100. Fyrsta stúdíóplatan hans, Montero kom út 2021. Af henni komu smáskífurnar „Montero (Call Me by Your Name)“ og „Industry Baby“ (með Jack Harlow), sem komust báðar á efsta sæti Hot 100, og „Thats What I Want“, sem komst á topp tíu lista Hot 100. Breiðskífan var tilnefnd til plötu ársins á 64. Grammy-verðlaunahátíðinni.

Lil Nas X var sá karlkyns tónlistamaðurinn með flestar tilnefningar á 62. Grammy-verðlaunahátíðinni, þar sem hann vann verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið og besta popp dúett/hóp-flutning.[3] Hann vann tvö MTV Video Music-verðlaun, fyrir lagið sitt „Old Town Road“, þar á meðal lag ársins, og American Music Award fyrir uppáhalds rapp/hippopp lag. Lil Nas X er einnig fyrsti opinberlega hinsegin svarti tónlistamaðurinn til að vinna Country Music Association verðlaun.[4] Time nefndi hann sem einn af 25 áhrifamestu einstaklingum á internetinu árið 2019 og hann var nefndur á lista Forbes 30 Under 30 árið 2020.[5][6]

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Lil Nas X“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. apríl 2023.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Lil Nas X hit Old Town Road makes Billboard charts history“. Fox News (bandarísk enska). 13. ágúst 2019. Sótt 29. ágúst 2019.
  2. Thompson, Paul (17. júlí 2019). „Lil Nas X Is Strategically Closing in on History“. Vulture. Sótt 17. júlí 2019.
  3. Warner, Denise (20. nóvember 2019). „2020 Grammy Nominees: The Complete List“. Billboard. Sótt 20. nóvember 2019.
  4. Bollinger, Alex (14. nóvember 2019). „Lil Nas X is the first openly gay black artist to win a Country Music Award“. LGBTQ Nation. Sótt 15. nóvember 2019.
  5. „The 25 Most Influential People on the Internet“. Times. 16. júlí 2019. Sótt 29. apríl 2023.
  6. Greenburg, Zack O'Malley. „Lil Nas X, Normani, Maluma And The 30 Under 30 Music Class Of 2020“. Forbes (enska). Sótt 5. apríl 2020.