Lilý Erla Adamsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lilý Erla Adamsdóttir (f. 19. júní, 1985 á Akureyri) er íslenskur myndlistarmaður. Hún lauk BA prófi í myndlist við Listaháskóla Íslands árin 2008 til 2011 og MA prófi listrænum textíl við Textilhögskolan í Borås í Svíþjóð árin 2014 til 2017.

Lilý er deildarstjóri textíldeildar Myndlistarskólans í Reykjavík ásamt því að gegna formannsstöðu í Textílfélagi Íslands. Hún hefur gefið út tvær ljóðabækur, framið gjörninga, haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í enn fleiri samsýningum.

Lilý heldur úti virkum Instagram reikningi þar sem hún sýnir frá ýmsu sem á vegi hennar verður. Þá heldur hún einnig úti heimasíðunni www.lilyerla.com þar sem er að finna nánari upplýsingar um verk hennar, störf og fleira.