Liam Lawson
![]() Lawson árið 2022 | |
Fæddur | 11. febrúar 2002 Hastings, Nýja-Sjáland |
---|---|
Formúlu 1 ferill | |
Þjóðerni | ![]() |
2025 lið | Red Bull Racing-Honda RBPT Racing Bulls-Honda RBPT |
Númer bíls | 30 |
Keppnir | 23 (23 ræsingar) |
Heimsmeistaratitlar | 0 |
Sigrar | 0 |
Verðlaunapallar | 0 |
Stig á ferli | 18 |
Ráspólar | 0 |
Hröðustu hringir | 0 |
Fyrsta keppni | Ástralski kappaksturinn 2025 |
Seinasta keppni | Breski kappaksturinn 2025 |
2024 sæti | 21. (4 stig) |
Aðrar mótaraðir | |
|
|
Titlar | |
|
|
Vefsíða | www |
Liam Lawson (f. 11. febrúar 2002) er Nýsjálenskur ökuþór sem keppir í Formúlu 1 fyrir Racing Bulls.
Lawson var í Red Bull akademíunni frá 2019 ásamt því að vera varaökumaður hjá Red Bull og AlphaTauri (seinna þekkt sem RB). Fyrsta keppni Lawson var í Hollandi 2023, hann kom þá í stað Daniel Ricciardo í 5 keppnir eftir að Ricciardo slasaðist. Lawson kláraði seinustu 6 keppnir 2024 tímabilsins hjá RB eftir að Ricciardo var sagt upp. Í lok 2024 tímabilsins var staðfest að Lawson yrði liðsfélagi Max Verstappen hjá Red Bull eftir að Sergio Pérez var sagt upp. Lawson er samningsbundinn Red Bull út 2025 tímabilið.[1] Eftir fyrstu tvær keppnir 2025 tímabilsins var Lawson færður yfir til Racing Bulls og Yuki Tsunoda tók þá sæti hans hjá Red Bull.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Lawson confirmed as Verstappen's Red Bull team mate for 2025“. formula1.com. 19. desember 2024. Sótt 24. mars 2025.
- ↑ „Tsunoda to replace Lawson at Red Bull from Japanese GP as New Zealander drops down to Racing Bulls“. formula1.com. 27. mars 2025. Sótt 27. mars 2025.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Liam Lawson á formula1.com