Fara í innihald

Leikhús fáránleikans

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Beðið eftir Godot í uppsetningu Bore Angelovski frá 1965.

Leikhús fáránleikans eða absúrdleikhúsið er heiti á framúrstefnu í leiklist sem gengur út á að sýna fáránleika mannlegrar tilveru, án tilgangs og merkingar, og hvernig raunveruleg samskipti eru ómöguleg við þær aðstæður. Stefnan tengist tilteknum leikritahöfundum sem störfuðu í París á 6. og 7. áratug 20. aldar; höfundum á borð við Jean Genet, Samuel Beckett, Eugène Ionesco, Arthur Adamov og Fernando Arrabal. Gagnrýnandinn Martin Esslin notaði hugtakið fyrst yfir verk þessara höfunda í samnefndri ritgerð árið 1961 með vísun í notkun fáránleikahugtaksins hjá Albert Camus.

Einkenni á leikhúsi fáránleikans eru persónur sem eru fastar í aðstæðum sem þær ráða ekki við og skilja ekki sjálfar, endurtekningar sem virðast tilgangslausar, samræður sem einkennast af misskilningi, þar sem persónur tala í kross og notast við merkingarlitlar klisjur. Meðal þekktustu verka leikhúss fáránleikans eru Beðið eftir Godot eftir Beckett, Svalirnar eftir Genet og Sköllótta söngkonan eftir Ionesco.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.