Fara í innihald

Leiðslubókmenntir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Leiðslukvæði)

Leiðslubókmenntir eru frásagnir í bundnu eða óbundnu máli af því sem höfundar sáu í leiðslu eða draumsýn (latína: visio). Oftast er þar um að ræða lýsingar á öðrum heimi, bæði Víti og Himnaríki. Leiðslubókmenntir má rekja til frumkristni, og þær urðu vinsælar í bókmenntum kaþólsku kirkjunnar á miðöldum. Meðal frægustu verka af þessu tagi er Divina Commedia (Gleðileikurinn guðdómlegi) eftir Dante Alighieri.

Leiðslubókmenntir bárust snemma til Íslands og voru nokkur slík verk þýdd á íslensku á 12. og 13. öld. Meðal þeirra eru:

Einnig eru til leiðslubókmenntir af innlendum rótum, svo sem:

Draumkvæðið norska telst einnig til leiðslubókmennta en það var þó ekki skrifað upp fyrr en á 19. öld.

  • Jakob Benediktsson (ritstj.): Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Reykjavík 1983, 158-159.
  • Hermann Pálsson: Sólarljóð og vitranir annarlegra heima. Reykjavík 2002.