Fara í innihald

Leiðarreikningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tæki fyrir leiðarreikning

Leiðarreikningur er að reikna út núverandi stöðu með því að miða við fyrri staðarákvörðun, ferð og stefnu. Mikil hætta er á villum í leiðarreikningi þar sem bæði hraði og stefna þurfa að vera nákvæmlega þekkt. Þar sem ágiskaður staður er miðaður út frá fyrri staðarákvörðun safnast villur í leiðarreikningi upp. Þess vegna þarf reglulega að bera ágiskaðan stað saman við stað sem athugaður er með miðun eða öðrum hætti. Leiðarreikningur er notaður til að finna ágiskaðan stað á milli tveggja athugaðra staða.

Leiðarreikningur er notaður þar sem þörf er á leiðsögn milli staðarákvarðana í leiðsögutækjum flugvéla, skipa og bifreiða, meðal annars vegna takmarkana GPS-kerfisins. Leiðarreikningur er líka notaður til að finna ágiskaðan stað í vélmennastýringum og tölvuleikjum þar sem leikurinn fer fram í rauntíma á Internetinu.

Á sjó og í flugi þarf að leiðrétta stefnu fyrir drift (vindi) og á sjó auk þess fyrir reki (straumum og sjávarföllum).

Fyrir tíma sjóklukkunnar 1737 var leiðarreikningur helsta aðferðin til að finna út lengdargráðu skips á sjó.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.