Leiðólfur kappi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leiðólfur kappi var landnámsmaður sem nam land fyrir austan SkaftáDrífandi. Í Landnámu segir að landámsjörð hans hafi verið Á á Síðu en hann hafi einnig átt bú á Leiðólfsstöðum undir Leiðólfsfelli.

Uni Garðarsson á Unaósi var hrakinn úr landnámi sínu eystra og fór þá fyrst suður í Álftafjörð en náði ekki staðfestu þar og hélt þá áfram suður fyrir land, kom til Leiðólfs og var þar um hríð. Hann barnaði Þórunni dóttur Leiðólfs en vildi ekki kvænast henn og reyndi að hlaupast á brott með menn sína en Leiðólfur elti hann uppi og þvingaði hann til að snúa aftur. Uni var þó enn ekki á því að gerast tengdasonur Leiðólfs og strauk öðru sinni en Leiðólfur elti hann uppi og var þá svo reiður að hann drap Una og förunauta hans alla. Sonur Una og Þórunnar var Hróar Tungugoði.