Fara í innihald

Latur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Latur séður í kvöldsólu að vori úr austri; Heimaey til vinstri.

Latur er drangur sem stendur norðan Heimaeyjar í Vestmannaeyjum. Það dregur nafn sitt af því að menn sem reru áttæringum eða öðrum róðrarbátum frá Landeyjum til Vestmannaeyja tóku sér gjarnan hvíld við Lat áður en haldið var inn innsiglinguna á Heimaeyjarhöfn, þar sem að þrír straumar mætast á þeim þríhyrnda fleti sem afmarkast af Bjarnarey, Elliðaey og hafnarmynni Heimaeyjar, og verður því gjarnan mjög straumhart þar.