Langaleit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Langaleit (eða Sandleit) kallast innsta svæði Gnúpverjaafréttar, frá Hnífá inn að Arnarfelli hinu mikla. Í austri afmarkast svæðið af Þjórsá og því er stærstur hluti Þjórsárvera innan Lönguleitar. Fjallmannakofi er við Þjórsá, á Bólstað, á móts við Sóleyjarhöfða.

Langaleit er nokkuð ströng leit fyrir fjallmenn, því nær allar jökulkvíslar Þjórsár renna um hana, á leið sinni frá Hofsjökli. Þessar ár geta vaxið hratt og þarf fólk að þekkja vel til þeirra.