Fara í innihald

Land míns föður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Land míns föður er íslenskt ættjarðarljóð eftir Jóhannes úr Kötlum, ort í tilefni af lýðveldisstofnuninni 1944 og var annað tveggja ljóða sem unnu til verðlauna í samkeppni sem efnt var til en hitt verðlaunaljóðið var ljóðaflokkurinn Söngvar helgaðir Þjóðhátíðardegi Íslands 17. júní 1944 eftir Huldu en hluti hans, Hver á sér fegra föðurland, er nú oftast sagður hafa verið verðlaunaljóðið. Ljóð Jóhannesar bar raunar nafnið Íslendingaljóð 17. júní 1944 en hefur alltaf verið nefnt eftir upphafsorðum sínum.

Þegar verðlaunaljóðin höfðu verið valin var efnt til samkeppni meðal íslenskra tónskálda um lög við þau. Þau tvö lög sem talin voru best voru við þriðja og fjórða hluta af ljóðaflokki Huldu en í þriðja sæti var lag Þórarins Guðmundssonar tónskálds við ljóð Jóhannesar. Það var frumflutt á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 17. júní 1944 og þar las líka Jóhannes sjálfur verðlaunaljóð sitt.

  • „„Leitin að alþýðlegu og örvandi hátíðarljóði." Morgunblaðið, 17. júní 1994“.