Fara í innihald

Fljótandi jarðgas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá LNG)

Fljótandi jarðgas, einnig þekkt undir ensku skammstöfuninni LNG (liquefied natural gas), er jarðgas sem hefur verið undirkælt þannig að það er á fljótandi formi.

Fljótandi jarðgas er leið sem notuð er til að flytja jarðgas frá framleiðslusvæðum til markaða, svo sem inn og út úr Bandaríkjunum og öðrum löndum, þar sem jarðgasleiðsluinnviðir eru ekki fyrir hendi. Jarðgasi er komið á fljótandi form með niðurkælingu í um það bil -162 gráður á selsíus, en í því ástandi verður rúmmál vökvans um 600 sinnum minna en gasformsins.

LNG útflutningsstöðvar taka á móti jarðgasi um jarðgasleiðslur, kæla jarðgasið niður í fljótandi form sem dælt er á gríðarstóra undirkælda tanka á sérstökum LNG-skipum sem flytja undirkælda fljótandi jarðgasið til LNG innflutningsstöðva.

Í LNG innflutningsstöðvum er fljótandi jarðgasið losað úr LNG-skipinu og geymt í frystigeymslutönkum þar til því er svo aftur komið í loftkennt ástand eða endurgasað. Eftir endurgösun er jarðgasið iðulega flutt í gegnum jarðgasleiðsluinnviði til jarðgasorkuvera, iðnaðarmannvirkja, heimila til upphitunar og eldunar, og annarra jarðgaskaupenda.