Ljóstvistur
(Endurbeint frá LED)
Jump to navigation
Jump to search
Ljóstvistur, ljósdíóða eða ljóstvískaut (enska Light Emitting Diode, skammstafað LED) er tvistur sem gefur frá sér veikt ljós þegar rafstraumur fer um hann. Ljóstvistar eru oftast notaðir sem gaumljós á rafmagnstækjum, en eru stundum notaðir, margir saman, sem ljósgjafar á heimilum, í sumarbústöðum, hjólhýsum og bílum. Ljóstvistar sem gefa frá sér innrautt ljós eru notaðir m.a. í fjarstýringum fyrir sjónvarp og hljómflutningstæki.