LDN

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

LDN (skammstöfun á Low dose naltrexone) er það nafn sem notað er yfir lyfið naltrexón þegar það er notað í lágum skömmtum gegn sumum sjúkdómum þrátt fyrir að það sé ekki í samræmi við markaðsleyfi lyfsins.

Sumir talsmenn LDN vilja meina að lyfið virki gegn alls kyns sjúkdómum eins og MS sjúkdómi, Chrohns sjúkdómi, vefjagigt, síþreytu, HIV, krabbameini, og fleirum, þær staðhæfingar eru ósannaðar. Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á að LDN virki gegn MS[1] eða öðrum.[2][3]

Naltrexón er vanalega notað við meðferð á opíatafíkn (svo sem heróín- og morfínfíkn) eða áfengissýki þar sem það er öflugur ópíataviðtakablokki.

Undirbúningsrannsóknir á lágskammtameðferð með naltrexóni hafa gefið ágætar vísbendingar um að hægt væri að nota lyfið gegn sumum langvinnum kvillum eins og langvinnum sársauka, en frekari rannsókna er þörf áður en hægt er að mæla með notkun þess.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Low-Dose Naltrexone“. National MS Society. Sótt 12. maí 2014.
  2. Novella, Steven (5. maí 2010). „Low Dose Naltrexone – Bogus or Cutting Edge Science?“. Sótt 5. júlí 2011.
  3. Blach-Olszewska, Zofia; Leszek, Jerzy (júní 2007). „Mechanisms of over-activated innate immune system regulation in autoimmune and neurodegenerative disorders“. Neuropsychiatric Disease and Treatment. 3 (3): 365–372. PMC 2654796. PMID 19300567.
  4. Younger, J; Parkitny, L; McLain, D (apríl 2014). „The use of low-dose naltrexone (LDN) as a novel anti-inflammatory treatment for chronic pain“. Clirheumatology. 33 (4): 451–9. doi:10.1007/s10067-014-2517-2. PMC 3962576. PMID 24526250.