LDN

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

LDN (skammstöfun á Low dose naltrexone) er heiti á lyfinu naltrexón sem gefið er í lágum skömmtum (allt uppí 4,5 mg) við ýmsum sjúkdómum svo sem MS sjúkdómi, vefjagigt, ME (Mylgic Encephalomyelitis áður kallað síþreyta), Crohns sjúkdómi, HIV og fleiri sjúkdómum.

Naltrexón í háskammti (50 mg eða meira á dag) er vanalega ávísað við meðferð á opíatafíkn eða alkahólisma þar sem það er öflugur ópíatatablokki sem þýðir að það bindur sig við ópíataviðtakana í frumunum. Þessir viðtakar myndu annars binda hin náttúrulegu verkjastillandi efni sem líkaminn framleiðir svo sem endorfín og morfín. Naltrexón heldur einnig niðri áhrifum heróíns sem er efnasamband úr morfíni og verkar því vel til að draga úr ópíatafíkn svo sem heróínfíkn. Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) hefur samþykkt notkun á naltrexóni í háum skömmtum (50 mg) við ópíatafíkn og við afvötnun frá öðrum eiturlyfjum.[1]

LDN er hins vegar gefið í skömmtum minni en 5 mg á dag. Við svo lágan skammt blokkar lyfið dópamínviðtaka líkamans í örfáa klukkutíma og við það fjölgar ópíataviðtökunum í frumunum og þeir verða næmari. Endorfínframleiðsla líkamans eykst en endorfínið hefur verkjastillandi áhrif og eykur vellíðan.[heimild vantar]

Til þess að ná þessari virkni skiptir máli að taka inn dagskammtinn af lyfinu, allan í einu, einu sinni á dag, rétt fyrir svefn. Efnið brotnar hratt niður og skilur sig út úr líkamanum á þremur til fjórum klukkustundum. Á meðan lyfið er virkt í líkamanum eykst öll virkni dópamínviðtakana, þeim fjölgar, endorfínframleiðslan eykst og verkjastillandi áhrif og vellíðan samhliða því. Þó að lyfið sjálft skili sér hratt út úr líkamanum vara áhrifin allt uppí 24. til 72. klukkustundir og auka náttúrulega ópíatavirkni líkamans um 100 — 300 prósent.[heimild vantar]

Fjöldi óstaðfestra skýrslna hafa verið birtar bæði skrifaðar af sjúklingum og læknum sem lýsa bata á ýmsum sjúkdómum eftir notkun LDN. Þó að klínískar rannsóknir séu aðeins aðgengilegar við fáum þeirra má skýra aukningu slíkra skýrslna og þess að læknar ávísi lyfinu með lágu verði lyfsins og þess hve öruggt það er.[2] Það að lyfið sé ódýrt og með háan öryggisstaðal hefur haft hvetjandi áhrif á að læknar leyfi sjúklingum sínum að prófa lyfið og meta sjálfir hvort það hafi góð áhrif á sjúkdómsástand þeirra. Þá er sífellt meiri meðvitund meðal lækna um hve stórt hlutverk ópíataviðtakar heilans og endorfín gegnir í meðhöndlun á sjúkdómum sem eiga upptök sín í ónæmiskerfinu.

Notkun[breyta | breyta frumkóða]

Staðfest er að LDN er notað til lækninga á víðtækum kvillum og sjúkdómum svo sem ofnæmi, ALS, gigt, Asperger heilkenni, einhverfu, krabbameini, Crohns sjúkdómi, ME, Hashimotos, lifrarbólgu, HIV, Lupus (í. Rauðir úlfar), MS sjúkdómnum, Parkinsons og Sarcoidosis svo eitthvað sé nefnt. Aðeins hluti af þessu hefur verið rannsakað að fullu og niðurstöður á klínískum rannsóknum verið birtar[3] og margar þeirra benda til þess að enn þurfi að gera ítarlegri rannsóknir.

Klínískar rannsóknir[breyta | breyta frumkóða]

Staðfestar klínískar rannsóknir á LDN eru fáar en um þessar mundir eru sífellt fleiri og fleiri litlar rannsóknir framkvæmdar og í flestum tilfellum eru niðurstöðurnar jákvæðar.

Sumar þessara rannsókna eru forrannsóknir sem vísa þá áfram í mögulegar framtíða rannsóknir eða að það er nú þegar verið að rannsaka meira.[3] Þó eru nokkrar rannsóknir sem hafa farið yfir forrannsóknastigið og innihalda skýrari rök fyrir jákvæðum niðurstöðum. Þar sem einkaleyfi á lyfinu naltrexón er útrunnið og lyfið ódýrt og öruggt og nú þegar samþykkt af Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu FDA í 50 mg skömmtum hefur verið erfitt að fjármagna stórar rannsóknir á LDN.

Crohns sjúkdómur[breyta | breyta frumkóða]

Tvíblind rannsókn var gerð þar sem stuðst var við lyfleysu og þáttakendur voru 40 fullorðnir einstaklingar með virkan Crohns sjúkdóm. Niðurstaðan leiddi í ljós að 80% þeirra sem gefið var LDN í stað lyfleysu höfðu að minsta kosti 70-punkta minkun á CDAI skori miðað við 40% af þeim sem tóku lyfleysu (p = 0.009). Eftir 12 vikur sýndu 78% þeirra sem meðhöndlaðir vour með LDN breytingu á slímhúð sem kom fram í 5-punkta minkun á Crohns alvarleika skalanum (CDEIS) miðað við 28% viðbragða hjá hópnum sem fékk lyfleysu (p = 0.008) og 33% náðu því bata samkvæmt CDEIS skorum <6 en aðeins 8% þeirra sem fengu lyfleysu sýndu sömu breytingu. „Þessi rannsókn kemst að þeirri niðurstöðu að Naltrexón bætir ástand og bólgu virkni einstaklinga með miðlungs til alvarlegan Crohns sjúkdóm samanborið við hópinn sem fékk lyfleysuna.“ Meðferð sem felur í sér áhrif á ópíataviðtakana lofar því góðu í meðferð við Crohns sjúkdómnum.[4]

Þá var gerð sambærileg frumrannsókn við Penn State College of Medicine til að meta öryggi og þol barna með miðlungs til alvarlegan Chrons sjúkdóm á LDN. Rannsókn var gerð á 14 einstaklingum þar sem einnig var notast við lyfleysu og tók rannsóknin 8 vikur og svo aðrar 8 vikur í svokallaðri “open lable treatment” þar sem sjúklingar vissu hvaða lyf þeir voru að taka.[5] Rannsóknin gaf til kynna að "PCDAI skorið drógst verulega saman og lækkuðu gildin úr (34.2±3.3) í (21.7±3.9) (P=0.005) eftir 8 vikna LDN meðferð. 25% þeirra sem var gefið LDN voru komnir í sjúkdómshlé (með skor ≤10) og 67% hafði batnað og voru með milda útgáfu af sjúkdómnum (minnkun á PCDAI skalanum um a.m.k 10 punkta) við lok rannsóknarinnar. Almenn og félagsleg lífsgæði bötnuðu með Naltrexón meðferð (P = 0,035). „Niðurstaða rannsóknarinnar var því að Naltrexón meðferð virtist örugg og með takmörkuðum eituráhrifum þegar börnum með Crohns sjúkdóm er gefið lyfið og getur það haldið sjúkdómnum niðri.“

Vefjagigt[breyta | breyta frumkóða]

Í tvíblindri samanburðarrannsókn með lyfleysu, þar sem notast var við slembiúrtak á 31 konum með vefjagigt gaf til kynna „verulega minnkun á verkjum hjá þeim hópi sem fékk Lág skammta naltrexón miðað við þá sem fengu lyfleysu. (28.8% minkun versus 18.0% minkun; P = 0.016). LDN var einnig tengt við bætta almenna líðan (P = 0.045) og við bætt lundarfar (P = 0.039), en bætti ekki síþreytu eða svefn. Þrjátíu og tvö prósent af þáttakendum rannsóknarinnar stóðust viðmið hópsins sem “ sýndi viðbrögð við lyfinu“ (skilgreint sem að verulega hafi dregið úr verkjum auk þess sem verulega hafi dregið úr annað hvort síþreytueinkennum eða svefntruflunum) meðan á LDN meðferð stóð miðað við 11% viðbrögð hjá lyfleysuhópnum(P = 0.05). LDN var gefin sú einkunn að vera jafn þolanlegt og lyfleysan og engar alvarlegar aukaverkanir voru skráðar. Niðurstaða rannsóknarinnar var: „Forrannsóknir benda enn til þess að LDN hafi ákveðna kosti og klínísk áhrif til hins betra fyrir verki sem fygja vefjagigt. Lyfið er auðfáanlegt, ódýrt, öruggt og vel þolanlegt. Þörf er á áframhaldandi tvíblindum rannsóknum til að úrskurða endanlega um gagnsemi lyfsins.“[6] Þessi rannsókn var framhald af eldri forrannsókn sem innihélt 10 einstaklinga en niðurstaða hennar var að „Lág skammta naltrexón dró úr vefjagigtar einkennum á allan máta með meira en 30% minnkun á einkennum umfram þá sem tóku lyfleysu.“[7] Þá var einnig gerð önnur lítil for rannsókn sem sýndi einnig fram á að LDN drægi úr einkennum vefjagigtar.[8]

ME (Mylgic Encephalomyelitis)[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknir á LDN við ME hafa ekki verið gerðar sérstaklega heldur hafa þær oft á tíðum haldist í hendur við rannsóknir á vefjagigt en læknarnir Dr. Kenny Meirleir og Dr. Nancy Klimas hafa verið leiðandi í rannsóknum og meðhöndlun á sjúkdómnum og hafa þau meðal annars fjallað um lyfið sem staðalmeðferð við ME sjúkdómnum.

HIV/Aids[breyta | breyta frumkóða]

Einblind rannsókn á LDN með slembiúrtaki sem innihélt tvo hópa af HIV/AIDS sjúklingum var framkvæmd í Mali frá mars 2008 til mars 2010 og var birt í The Journal of AIDS and HIV Research.[9] Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu að með því að bæta LDN við þriggja lyfja blöndu af víruslyfjum bætti það árangurinn af lyfjameðferðinni um CD4 stig, sem benti til þess að forsvaranlegt væri að gera fleiri rannsóknir á LDN sem hluta af meðferð við HIV. Einblind hóprannsókn á LDN með 55 HIV jákvæðum einstaklingum sem höfðu verið án meðferðar með CD4 stig milli 350-600 var framkvæmd árin 2008-2009 og sýndi að eftir 9 mánuði hafði CD4 prósentan staðið í stað.[10]

Ópíataþol og fíkn[breyta | breyta frumkóða]

Forrannsóknir benda til að LDN (yfirleitt gefið undir 5 mg daglega) geti gagnast við að koma í veg fyrir ópíata þol og fýkn í slík efni þegar blandað saman við ópíataskyld efni[11] og geti dregið úr fráhvarfseinkennum.[12] Notkun þess í þeim tilgangi er nú rannsökuð með lyfinu Oxytrex, sem er blanda af Oxycodone og Ultra-low-dose naltrexone.[11]] Þá eru einnig vísbendingar um að mjög lágir skammtar af opíatablokkum svo sem naltrexóni geti dregið úr fráhvarfseinkennum af ópíumskyldum lyfjum.[12]

MS sjúkdómurinn (Multiple sclerosis)[breyta | breyta frumkóða]

MS sjúklingar eru sá sjúklingahópur sem hefur haft hvað mestan áhuga á að nota LDN. Þrátt fyrir að þó nokkrar rannsóknir hafi verið gerðar á LDN við MS hefur niðurstaðan ekki verið nægjanlega viðunandi til að lyfið geti flokkast sem opinbert MS lyf. Gerð var frumprófun á LDN á 40 MS sjúklingum með stigvaxandi virkan MS sjúkdóm í Mílanó á Ítalíu. Rannsókninni var stýrt af taugasérfræðingnum Dr. Maira Gironi og félögum hans. Rannsóknin hófst í byrjun desember árið 2006 og stóð yfir í 6 mánuði en henni lauk í ágúst 2007. Rannsóknarhópur Dr. Gironi hefur mikið rannsakað áhrif endorfíns í tengslum við sjúkdóma og þessi rannsókn mældi nákvæmlega endorfínmagnið og aukningu þess við inntöku á LDN. Niðurstaða rannsóknarinnar var birt í september 2008. Aðalatriðið í niðurstöðinni var að LDN var öruggt og vel þolanlegt. Þá voru skoðuð áhrif á spasma, verki, þreytu, þunglyndi og almenn lífsgæði. Í lok rannsóknarinnar kom í ljós að verulega dró úr spasma hjá sjúklingunum.

Einnig var gerð 17 vikna slembiröðuð, tvíblind klínísk prófun þar sem stuðst var við lyfleysu við tvo háskóla til að kanna áhrif LDN á lífsgæði MS sjúklinga. Þáttakendur í rannsókninni voru 96 fullorðnir einstaklingar með MS sjúkdóminn. Ýmislegt var kannað, svo sem áhrif lyfsins á verki, orku, tilfinningalega vellíðan, félagslega þætti, lærdómshæfni og kynferðislega virkni, skerðingu á færni vegna líkamlegra og tilfinningalegra vandamála, heilsukvíða og almenn lífsgæði. Rannsóknin sýndi ekki marktækan mun milli þeirra sem tóku LDN og þeirra sem tóku lyfleysu en hún staðfesti öryggi LDN fyrir MS sjúklinga og rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að það þyrfti líklega að gera fleiri og þá ítarlegri rannsóknir í framtíðinni á þessum sjúklingahóp til lengri tíma.[13]

Eldri forrannsókn sem innihélt 80 MS sjúklinga komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að verulegur bati var sýnilegur við notkun LDN en rannsóknin átti í erfiðleikum vegna brottfalls úr hópnum auk þess sem umsýsla um skráningu veikti niðurstöðurnar.[1][14][15]

Vegna þessara niðurstaðna í tengslum við LDN meðferð við MS ítrekar the United States Department of Veteran Affairs að LDN skuli ekki vera talið fyrirbyggjandi lyf við MS sjúkdómnum né notað í stað hefðbundinna viðurkenndra MS lyfja þrátt fyrir að sumir svo sem ýmsar vefsíður haldi því fram.[1] Að sama skapi sendi Alþjóðlega MS félagið frá sér tilkynningu árið 2009 sem sagði að fleiri rannsókna væri þörf til þess að sanna að LDN gæti haldið niðri einkennum á MS sjúkdómnum og kanna langtíma öryggi lyfsins.[16] Breska heilsugæslan telur einnig að meiri sannanir þurfi að koma til til að lyfið geti flokkast undir að vera yfirlýst MS lyf.[17]

Einhverfa og Asperger heilkenni[breyta | breyta frumkóða]

Einhverjar rannsóknir eru í gangi um þessar mundir á notkun LDN við einhverfu (e. autism) og Asberger heilkenni, en þær rannsóknir eru á algjöru frumstigi og munu ekki á þessum tímapunkti réttlæta LDN sem meðferð við einhverfu.[3]

Krabbamein[breyta | breyta frumkóða]

Þótt engar stórar klínískar rannsóknir hafi verið gerðar á LDN við krabbameini gerði Dr. Bihari rannsóknir á 450 krabbameinssjúklingum sem hann birti í mars árið 2004. Nánast allir þessir sjúklingar höfðu ekki sýnt bata við hefðbundna meðferð og leiddi rannsókn Dr. Biharis í ljós að 60% krabbameinssjúklinga gæti haft gagn af LDN meðferð. Af þeim 354 sjúklingum sem Dr. Bihari fylgdi reglulega eftir sýndu 86 þeirra merki um verulega æxlis minnkun eða allavega 75% minkun. 125 sjúklingar voru stöðugir eða á bataleið í lok rannsóknarinnar.

Talið er að LDN geti haft áhrif á æxlisvöxt á þrjá mismunandi vegu.

 1. Með því að örva framleiðslu metenkefalíns (sem er endorfín sem nýrnahetturnar framleiða í miklu magni) og beta-endorfíns í blóðrásinni.
 2. Með því að fjölga og þétta ópíataviðtakana á æxlisfrumuhimnunum og þar með gera þær móttækilegri við vaxtahamlandi verkun þess endorfínmagns sem fyrir er sem aftur eykur frumudauða æxlisfrumnanna.
 3. Með því að auka NK frumurnar (e. natural killer cells) og NK frumuvirknina og eitilfrumuvirknina CD8 sem eru næmar fyrir aukningu endorfíns.

Virkni LDN[breyta | breyta frumkóða]

Virkni LDN við að koma í veg fyrir þróun á þoli ópíata felur í sér hina öflugu bindingu efnisins við próteinið fílamín A.[18] Innræn ópíata (endorfín) losun er þekkt fyrir að hafa verkjastillandi áhrif. Aukning á losun endorfíns í gegnum LDN notkun getur því nýst sem vekjastillandi meðferð.

Auk áhrifanna á ópíöt og ópíataviðtakana, hefur LDN annarskonar virkni en með því að bindast próteininu TLR4 (toll-like receptor 4) eða mögulega nærliggjandi svæðum og varna því að LPS (Lipo-Poly-Saccharides) bindist sömu TLR4 viðtökunum sem í staðinn kemur í veg fyrir að LPS virkji ónæmis frumur (microglial frumur) í að mynda boðefnið cytokines sem aftur eykur superocide magnið í líkamanum (sem þjónar þeim tilgangi að drepa utanaðkomandi míkrobakteríur) en ef þær eru í of miklu magni geta þær valdið skaða í taugafrumum.[19]

LDN getur þar af leiðandi haft taugaverjandi áhrif með því að róa þessar ónæmis frumur og þar með draga úr cytokines (sem er bólgu valdandi) og superoxides (sem geta skemmt taugafrumur). Bæði bólgur og taugaskemmdir í gegnum oxun eru taldar eiga stóran þátt í taugasjúkdómum eins og Parkinsons- og MS sjúkdómnum.[20]

Þessi verkun LDN á microglia frumur innan miðtaugakerfisins er talin vera ástæðan (fyrir utan verkjastillandi áhrif endorfínflæðisins) fyrir því að lyfið virki vel á einstaklinga sem þjást af vefjagigt þar sem þessi verkun á microglial frumur dregur úr framleiðslu bólguefna eins og cytokines sem og taugaeiturefna (sjá neurotoxic superoxides).[8]

Það eru því nokkrar ástæður fyrir því að LDN er stundum kallað vellíðunarlyfið og sumar rannsóknir benda til þess að vellíðunarþættir eins og endorfín séu í lágmarki hjá fólki með verkjasjúkdóma eins og vefjagigt og ME (CFS/ME). Með því að blokka endorfín viðtakana virðist LDN því virkja heilann til að framleiða meira af þeim. Þar sem endorfínin eru oft talin vera náttúruleg verkjalyf líkamans virðist það hafa góð áhrif á fólk með verkjasjúkdóma að líkaminn framleiði meira af þeim. Endorfín eru framleidd í undirstúku heiladingulsins við nýrnahettu ás eða (HTP ás) sem virðist samkvæmt sumum nýlegum rannsóknum vera bilaður hjá bæði fólki með vefjagigt og ME.

Þá hafa menn velt fyrir sér öðrum möguleika en endorfín auka viðbrögð líkamans við frumum sem nefndar eru Natural killer cells (eða NK cells) og eru lykil þáttur í virkni ónæmiskerfisin hjá fólki með vefjagigt og ME og þau draga líka úr virkni B-frumna og Rituximab sem er mótefnið (prótein sem er utan á B-frumunni) og gæti það lofað góðu við lækningu ME og vefjagigtar og almennt sjúkdóma sem eiga upptök sín í ónæmiskerfinu.

LDN virðist einnig eins og áður sagði hafa áhrif á virkni og koma reglu á ónæmis frumur (microglial frumur) í miðtaugakerfinu. En þegar þessar frumur sýkjast eða veikjast framleiða þær bólguefnið cytokines sem aftur veldur skaða.

Microlial ónæmis frumur gætu verið lykilþáttur í því ferli sem orsakar síþreytu, flensueinkenni, verki og fleira. Sumir vísindamenn telja að krónísk sýking fari í gang hjá fólki með ME og CFS. Þar sem LDN virðist geta blokkerað lykilviðtakana (TLR 4) í microglial ónæmis frumum virðist það geta hamlað því að það kvikni á þeim.

Meðganga[breyta | breyta frumkóða]

Margar konur með MS sjúkdóminn, ME og CFS virðast upplifa bata á meðgöngu á meðan hátt magn af innri opíötum virðist vera í líkamanum en svo upplifa þær oft versnun nokkrum mánuðum eftir meðgöngu þegar magn þessara innri opíata fellur. Þetta bendir til þess að einn eða fleiri opíataviðtaki sem LDN hefur áhrif á gæti spilað rullu í framgangi þessara sjúkdóma.

Aukaverkanir[breyta | breyta frumkóða]

Aukaverkanir af lyfinu eru yfirleitt í lágmarki en geta lýst sér sem langvarandi stinning hjá karlmönnum, svefntruflanir og auknar draumfarir (aðallega í upphafi meðferðar).

Saga LDN[breyta | breyta frumkóða]

Naltrexón var þróað upp úr 1970 í tengslum við þörfina fyrir öfluga meðferð við heróín fíkn. Fljótlega eftir þá þróunarvinnu fóru læknarnir Ian S. Zagon og Patricia McLaughlin við Hershey Medical Center við Penn State University College of Medicine að rannsaka hvort Naltrexón gæti gagnast við öðrum sjúkdómum. Árið 1982 uppgötvuðu Zagon og McLaughlin að Naltrexón hafði áhrif á frumuvöxt á mismunandi hátt eftir því hvort lyfið væri gefið í háum eða lágum skömmtum. Þessi niðurstaða gerði það að verkum að Zagon og hans teymi héldu áfram að rannsaka naltrexón í tengslum við aðra sjúkdóma. Fyrir tilviljun uppgötvuðu þau að Naltrexón eykur náttúrulega framleiðslu líkamans á endorfíni þegar það er gefið í lágum skömmtum.

Um miðjan níunda áratuginn byrjaði Harvard menntaði taugasérfræðingurinn Dr Bernard Bihari sem þá var yfir fíknisviði State University of New York (SUNY) Health Service Center í Brooklyn, að nota naltrexón á fíknisjúklinga sína. Margir af þessum sömu sjúklingum voru einnig veikir af HIV vírusnum sem veldur ónæmishruni AIDS og því gat dr. Bihari skoðað áhrif Naltrexón á ónæmiskerfi þeirra. Dr. Bihari tók eftir því að það dró úr tilvikum Kaposi's sarcoma (sem er krabbameins æxlismyndun sem kemur oftast fram í húð eða munnholi) hjá þessum sjúklingum sem hann skrifaði á áhrif naltrexóns.

Hvattur áfram af eigin niðurstöðum og rannsóknum þeirra Zagon og McLaughlin framkvæmdi dr. Bihari fyrstu klínísku rannsóknina á LDN á sjúklingum með HIV árin 1985 og 1986 við Downstate Medical Center í New York. Rannsóknin var fjármögnuð af Foundation for Intergrative Research. Með rannsókninni sýndi dr. Bihari fram á með tilraunum að LDN virtist bæta ónæmis virkni í HIV sýktum sjúklingum. Hann kynnti þessar niðurstöður á alþjóðlegri ráðstefnu um AIDS í París, Frakklandi í júní árið 1986.

Eftir rannsóknina hóf dr. Bihari að gefa sjúklingum með HIV og aðra ónæmistengda sjúkdóma svo sem MS og Lymphoma (krabbamein) LDN. Síðan þá hefur dr. Bihari meðhöndlað hundruði sjúklinga með víðtæka og ólíka sjúkdóma með LDN. Æsku vinur Biharis læknirinn David Gluck hefur vakið athygli á niðurstöðum Biharis með upplýsinga vefsíðu um LDN.

Meðan Zagon rannsakaði LDN komst hann að því að megin áhrif þess væru aukning á framleiðslu endogenous opiate met-5-enkephalin, sem hann kallaði opioid growth factor (OGF) eða ópíata vaxtabreytu. Rannsóknir Zagon's á ópíata vaxtabreytu og opiata vaxtabreytu viðtökum leiddi til þess að uppgötva OGF sem meðferðarfræðilegt efni.

Ásamt dr. Jill Smith framkvæmdi Zagon klíníska forrannsókn á LDN við Chron's sjúkdómi sem sýndi ávinning af lyfinu fyrir 89% sjúklinga. Í klínískum rannsóknum á Naltrexón og OGF sýndi Zagon fram á hraðari gróanda sára hjá sjúklingum með sykursýki auk þess sem hann sýndi fram á ávinning af lyfinu fyrir sjúklinga með krabbamein í brisi, og æxli í höfði og hálsi.

Aðrir fræðimenn hafa um árabil einnig rannsakað áhrif opíat blokka á ýmsa sjúkdóma. Við háskólann í Iowa (University of Iowa seinna Cornell University) hefur dr. Yash Agrawal rannsakað og skrifað um hlutverk LDN við að draga úr oxunarálagi og að hamla framleiðslu úteiturs sem hefur áhrif á taugahrörnunarsjúkdóma. (Medical Hypotheses 64, no. 4 (2005) 721-724).

En vegna þess hve formlegar rannsóknir og útgáfur eru fáar og ekki samþykki frá FDA til að nota naltrexón í þeim tilgangi sem hér um ræðir hefur lyfið ekki notið almennrar viðurkenningar. Læknar eru ekki hvattir af lyfjafyrirtækjunum til að skrifa út LDN. Læknatímarit birta ekki heilsíðuauglýsingar þar sem hvatt er til notkunar lyfsins. Þá hafa lyfjafyrirtæki lítinn ávinning af því að fjármagna rannsóknir á lyfi sem í grunninn er nú þegar samþykkt af bandaríska fæðu- og lyfjastofnuninni FDA og er víða framleitt og selt í 50 mg töflum. Því þurfa apótek með eigin lyfjablöndunaraðstöðu að sjá um að útbúa og afgreiða LDN sem notað er í skammtastærðum allt frá 1,5 mg upp í 10 mg.

Þrátt fyrir skort á rannsóknum og auglýsingu hafa vinsældir LDN aukist jafnt og þétt. Fyrsta árlega LDN ráðstefnan var haldin árið 2005 og laðaði hún að sér marga lækna og sjúklinga alls staðan að úr heiminum og hver ráðstefnan á fætur annari hafa laðað að sér enn fleiri. Sérstaklega er það árangur LDN við meðhöndlun MS sjúkdómsins sem hefur vakið athygli. Víða um heim er haldið úti vefsíðum sem bæði eru stofnaðar af læknum og sjúklingum og lýsa verklagi við inntöku LDN hjá MS sjúklingum og miðla árangrinum. Frá árinu 2005 hafa ýmis tímarit allt frá The Townsend Newsletter for Doctors, The Boston Cure Project Newsletter, The Fort Meyers Florida Island Newsletter, Medical Hypotheses og The London Herald birt greinar um LDN þar sem vakin er athygli á þörfinni fyrir fleiri klínískar rannsóknir á lyfinu.[21]

LDN á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi er haldið úti vefsíðu um LDN sem stýrt er af notendum og nokkrar greinar hafa birst um lyfið svo sem grein á Heilsuhringnum[22]. Árbæjarapótek á Íslandi blandar og selur LDN.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. 1,0 1,1 1,2 Bourdette, Dennis. „Spotlight on Low Dose Naltrexone (LDN)". .
 2. Younger J, Noor N, McCue R, Mackey S February, „Low-dose naltrexone for the treatment of fibromyalgia: findings of a small, randomized, double-blind, placebo-controlled, counterbalanced, crossover trial assessing daily pain levels.". Arthritis Rheum. 65 (2): 529–38. doi:10.1002/art.37734 PMID 23359310 „"The medication is widely available, inexpensive, safe, and well-tolerated.""
 3. 3,0 3,1 3,2 Novella, Steven. „Low Dose Naltrexone – Bogus or Cutting Edge Science?". . Skoðað 5 July 2011.
 4. Smith JP, Bingaman SI, Ruggiero F, Mauger DT, Mukherjee A, McGovern CO, Zagon IS July, „Therapy with the opioid antagonist naltrexone promotes mucosal healing in active Crohn's disease: a randomized placebo-controlled trial.". Dig Dis Sci.. 56 (7): 2088–97. doi:10.1007/s10620-011-1653-7 PMID 21380937
 5. Smith, Jill P.; D. Field, S. I. Bingaman, R. Evans, D. T. Mauger December 13, 2012, „Safety and Tolerability of Low-dose Naltrexone Therapy in Children With Moderate to Severe Crohn's Disease: A Pilot Study". Journal of Clinical Gastroenterology. PMID 23188075 Skoðað 2 March 2013.
 6. Younger J, Noor N, McCue R, Mackey S February, „Low-dose naltrexone for the treatment of fibromyalgia: findings of a small, randomized, double-blind, placebo-controlled, counterbalanced, crossover trial assessing daily pain levels.". Arthritis Rheum. 65 (2): 529–38. doi:10.1002/art.37734 PMID 23359310
 7. Younger J, Mackey S May, „Fibromyalgia symptoms are reduced by low-dose naltrexone: a pilot study.". Pain Med.. 10 (4): 663–72. doi:10.1002/art.37734 PMID 19453963
 8. 8,0 8,1 Ngian GS, Guymer EK, Littlejohn GO February, „The use of opioids in fibromyalgia". (PDF) Int J Rheum Dis. 14 (1): 6–11. doi:10.1111/j.1756-185X.2010.01567.x PMID 21303476
 9. Thiero, Oumar; Abdel K. Traore, Sounkalo Dao, Fadia F. C. Kounde, Ousmane Faye, Mamadou Cisse, Jaquelyn B. McCandless, Jack M. Zimmerman, Karim Couibaly, Ayouba Diarra, Mamadou S. Keita, Souleymane Diallo, Ibrahima G. Traore, Ousmane Koita September 2011, „Impact of low dose naltrexone (LDN) on antiretroviral therapy (ART) treated HIV+ adults in Mali: A single blind randomized clinical trial". (pdf) Journal of AIDS and HIV Research. 3(10) (academicjournals.org).: 189–198. ISSN 2141-2359 Skoðað 23. febrúar.
 10. McCandless, Jaquelyn; Abdel K. Traore, Oumar Thiero, Sounkalo Dao, Fadia F. C. Kounde, Ousmane Cisse, Jack M. Zimmerman, Karim Coulibaly, Ayouba Diarra, Mamadou S. Keita, Souleymane Diallo, Ibrahima G. Traore, Ousmane Koita October 2011, „Single cohort study of the effect of low dose naltrexone on the evolution of immunological, virological and clinical state of HIV+ adults in Mali". Journal of AIDS and HIV Research. 3(10) (October 2011): 180–188. Skoðað 26. febrúar.
 11. 11,0 11,1 Webster LR August, „Oxytrex: an oxycodone and ultra-low-dose naltrexone formulation". Expert Opin Investig Drugs. 16 (8): 1277–83. doi:10.1517/13543784.16.8.1277 PMID 17685875
 12. 12,0 12,1 Mannelli P, Gottheil E, Van Bockstaele EJ (2006), „Antagonist treatment of opioid withdrawal translational low dose approach". J Addict Dis. 25 (2): 1–8. doi:10.1300/J069v25n02_01 PMID 16785213
 13. Sharafaddinzadeh N, Moghtaderi A, Kashipazha D, Majdinasab N, Shalbafan B August, „The effect of low-dose naltrexone on quality of life of patients with multiple sclerosis: a randomized placebo-controlled trial.". Mult Scler.. 16 (8): 964–9. doi:10.1177/135245851036685 PMID 20534644
 14. Cree BA, Kornyeyeva E, Goodin DS August, „Pilot trial of low-dose naltrexone and quality of life in multiple sclerosis.". Mult Scler.. 68 (2): 145–50. doi:10.1002/ana.22006 PMID 20695007
 15. Giesser, Barbara S. (2010), Prrimer on Multiple Sclerosis. New York: Oxford University Press US. bls: 377. ISBN 978-0-19-536928-1
 16. Bowling, Allen C.. „Low-dose naltrexone (LDN) The "411" on LDN". . (National Multiple Sclerosis Society). Skoðað 6 July 2011.
 17. Smith, Katie. „What is the evidence for low dose naltrexone for treatment of multiple sclerosis?". . (National electronic Library for Medicines, National Health Service). Skoðað 24 October 2011.
 18. Burns LH, Wang HY November, „PTI-609: a novel analgesic that binds filamin A to control opioid signaling". Recent Pat CNS Drug Discov. 5 (3): 210–20. PMID 20726836
 19. Mark R. Hutchinson,1,2 Yingning Zhang,1 Kimberley Brown,1 Benjamen D. Coats,1 Mitesh Shridhar,1 Paige W. Sholar,1 Sonica J. Patel,1 Nicole Y. Crysdale,1 Jacqueline A. Harrison,1 Steven F. Maier,1 Kenner C. Rice,3 and Linda R. Watkins1 July, „Non-stereoselective reversal of neuropathic pain by naloxone and naltrexone - involvement of toll-like receptor 4 (TLR4)". . 28 (1): 20–29. doi:10.1111/j.1460-9568.2008.06321.x
 20. Ouchi Y, Yagi S, Yokokura M, Sakamoto M. February, „Neuroinflammation in the living brain of Parkinson's disease.". Parkinsonism Relat Disord.. 15 (3): 200–204. doi:10.1016/S1353-8020(09)70814-4 PMID 20082990
 21. Moore, Elaine S. (2008), The promise of low dose naltrexone therapy. New York: McFarland. ISBN 978-0-7864-3715-3
 22. „Lyfið LDN (Low Dose Naltrexone) er nú fáanlegt á Ísland". . (Heilsuhringurinn). Skoðað 27. október2013.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

 • LDNscience.org, vefsíða um LDN sem heldur meðal annars utan um upplýsingar eins og rannsóknir og rannsóknarniðurstöður.