Fara í innihald

Lúðvík þýski

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lúðvík þýski (806-28. ágúst 876) var konungur í austurhluta Frankaríkis, þar sem nú er Þýskaland. Lúðvík var sonur Lúðvíks guðhrædda Frankakeisara (778-840) og sonarsonur Karlamagnúsar (d. 814). Eftir lát föður síns börðust synir hans um völdin yfir ríki hans, en sættust að lokum á þrískiptingu þess sem var staðfest í Verdun 843. Fékk Lúðvík austurhluta ríkisins. Í Landnámabók er Lúðvík nefndur Hlöðver Hlöðversson og sagður keisari „fyrir norðan fjall“ og er þar átt við Alpafjöll.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.