Lönd bæheimsku krúnunnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir lönd bæheimsku krúnunnar undir Karli 4. keisara af Lúxemborgarætt árið 1373 miðað við núverandi landamæri

Lönd bæheimsku krúnunnar voru lén í Mið-Evrópu sem heyrðu undir konunga Bæheims á miðöldum og árnýöld. Til þessara landa mátti í megindráttum telja konungsríkið Bæheim, markgreifadæmið Mæri og slésísku hertogadæmin, auk tengdra svæða. Bæheimska konungsættin (Přemyslid-ætt) bjó þessi lén til árið 1198. Þau urðu hluti af veldi hinna austurrísku Habsborgara árið 1526 og síðar Austurrísk-ungverska keisaradæminu en þá voru hertogadæmin í Slésíu orðin hluti Prússlands og markgreifadæmin í Lausitz orðin hluti Saxlands. Þegar keisaradæminu var skipt eftir fyrri heimsstyrjöld urðu Bæheimur, Mæri og Austurríska Slésía hluti Tékkóslóvakíu. Nú eru þau hluti Tékklands og Austurríska Slésía er nú kölluð Tékkneska Slésía.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.