Fara í innihald

Lögmál hugsunarinnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lögmál hugsunarinnar voru venjulega talin vera fjögur í 17. og 18. aldar heimspeki í Evrópu og voru af mörgum talin vera lögmál hugsunar enn á 19. öld, þótt þá hafi þau orðið mun umdeildari. Þau voru:

Þýski heimspekingurinn Leibniz setti lögmálin fram í þessari mynd. Í rökhyggjuhefðinni eru þau almennt talin til skýrra og greinilegra og óvéfengjanlegra frumsenda.

Fyrstu tvö lögmálin setti Aristóteles fyrstur fram og skólaspeki miðalda þáði þau í arf. Síðari lögmálin tvö setti Leibniz fyrstur fram. Þau varða mál sem nú eru afar umdeild (t.d. í heimspekilegri umfjöllun um nauðhyggju og umtak). Þetta er í vissum skilningi til marks um það sem átti sér stað í rökfræði á 19. öld og einkum í kjölfarið á þýska rökfræðingnum Gottlob Frege (sem varð fyrir miklum árifum frá þessari framsetningu lögmálanna). Lögmál af þessu tagi voru talin vera í grundvallaratriðum mikilvæg af uppeldis- og menntunarlegum ástæðum, fremur en að ögra vitsmununum. Þessa viðhorfs hætti fyrst að gæta einhvern tímann snemma á 20. öld, eins og sjá má af tilvísun Bertrands Russell til þeira í riti frá árinu 1911 (en þá voru þau orðin þrjú).

Lögmál hugsunarinnar höfðu mikil áhrif einkum á þýska hugsun. Í Frakklandi gerði túlkunin í Logique Port-Royal, áhrifamikilli kennslubók um rökfræði, að verkum að lögmálin þóttu ekki eins dularfull. Þýski heimspekingurinn Hegel hafnaði lögmálinu um samsemd óaðgreinanlegra hluta er hann þróaði sína eigin rökfræði (sjá hegelsk rökfræði).

Titill bókar George Boole um rökfræði frá árinu 1854, An investigation on the Laws of Thought gefur til kynna nýja byrjun. Lögmál þessi eru nú hluti af boolískri rökfræði.

Fyrirmynd greinarinnar var „Laws of thought“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. október 2005.