Fara í innihald

Lögmál Moores

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Graf sem sýnir Lögmál Moores.

Lögmál Moores nefnist sú kenning á sviði vélbúnaðar tölvna að fjöldi smára á samrásum tvöfaldist á tveggja ára fresti. Lögmálið er kennt við Gordon E. Moore, einn af stofnendum Intel, sem í dag er leiðandi framleiðandi örgjörva en hann setti fram þessa tilgátu í grein sem hann skrifaði 1964.

Í seinni tíð er búið að yfirfæra lögmál Moores yfir að aðra hluta vélbúnaðar svo sem vinnsluhraða örgjörva, stærð skyndiminnis og harða diska og fjölda díla í stafrænum myndavélum. Það sem lögmál Moores segir fyrir um og það sem þróun á sviði upplýsingatækni hefur að miklu leyti einkennst af er einmitt veldisvöxtur.

Undirstrika verður að þótt það sé nefnt lögmál er það ekki lögmál í vísindalegum skilningi heldur er aðeins þannig að orði komist.