Lóa (myndasögur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Lóa (franska: Lou!) er heiti á vinsælum frönskum myndasögum um táningsstúlkuna Lóu eftir listamanninn Julien Neel. Sagan telur átta bækur á frummálinu. Sagnaflokkurinn hefst þegar Lóa er tólf ára, en átján ára þegar honum lauk. Sjö fyrstu sögurnar hafa komið út á íslensku á vegum Frosks útgáfu. Teiknimyndaþættir fyrir sjónvarp hafa verið gerðir um ævintýri Lóu og leikin kvikmynd árið 2014.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Lóa er sjálfstæður og skapandi unglingur sem elst upp hjá ungri einstæðri móður. Móðirin er sveimhugi sem skrifar vísindaskáldsögur og eyðir mestum tíma í að spila tölvuleiki. Ástarmál þeirra mæðgna eru fyrirferðarmiklar í sögunum, en jafnframt fjalla þær um vináttu, söknuð og vandamál hversdagslegs lífs á broslegan hátt.

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

  1. Trúnaðarkver (Journal infime, 2004) [ísl. útgáfa 2012]
  2. Grafarþögn (Mortebouse, 2005) [ísl. útgáfa 2013]
  3. Á hverfanda hveli (Le cimetière des autobus, 2006) [ísl. útgáfa 2014]
  4. Ástarsæla (Idylls, 2007) [ísl. útgáfa 2016]
  5. Laser Ninja (Laser Ninja, 2009) [ísl. útgáfa 2017]
  6. Kofinn (L'Age de Cristal, 2012) [ísl. útgáfa 2018]
  7. Framtíðarsýn (La cabane, 2016) [ísl. útgáfa 2019]
  8. En route vers de nouvelles aventures (2018)