Lífsgæðakjarni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lífsgæðakjarni er hugtak sem nær yfir húsnæði, aðbúnað og þjónustu þar sem eldra fólk hefur aðgang að starfsemi sem bætir lífsgæði.

Lífsgæðakjarni samanstendur af hjúkrunarheimili, leiguíbúðum og þjónustumiðstöð. Með virku samstarfi þeirra sem þar búa, starfa og þangað sækja verður til kjarni með fjölbreyttri þjónustu, sem stuðlar að auknu öryggi, meiri vellíðan og bættum lífsgæðum eldra fólks.

Sjómannadagsráð starfrækir fjóra lífsgæðakjarna á Höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru staðsettir við Boðaþing í Kópavogi, Hraunvang í Hafnarfirði og Laugarás og Sléttuveg Geymt 21 maí 2022 í Wayback Machine í Reykjavík.

Sjómannadagsráð sinnir velferðarmálum sjómanna og er leiðandi aðili í öldrunarþjónustu á landinu. Í gegnum dótturfélög sín, Hrafnistu, Naustavör, Laugarásbíó og Happdrætti DAS, veitir félagið á annað þúsund landsmanna í fimm sveitarfélögum daglega þjónustu. Uppbygging lífsgæðakjarna Sjómannadagsráðs er stór liður í að stuðla að auknu öryggi, meiri vellíðan og bættum lífsgæðum eldra fólks.