Lífsferilsgreining

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Lífsferilsgreining er magnbundin greining á umhverfisþáttum vöru eða þjónustu á lífsferli hennar. Slík greining felur í sér heildstæða athugun á helstu umhverfisþáttum á lífsferli vöru eða þjónustu, á hverju stigi fyrir sig.[1][2] Lífsferilsgreining er stundum einnig kölluð lífsferilsmat eða vistferilsgreining. Lífsferill er ferill vöru eða þjónustu frá vöggu til grafar, svo sem hönnun, hráefnisval, framleiðsla, dreifing, notkun, endurnýting og förgun. Lífsferill skiptist í nokkur tengd stig. Dæmi: Á lífsferli bensínbifreiðar eru umhverfisáhrifin mest á notkunarstiginu.

Niðurstöður lífsferilsgreininga eru notaðar við samanburð á valkostum. Dæmi: Í lífsferilsgreiningu á veiðiaðferðum kom í ljós að þorskveiðar með botnvörpu hafa mun meiri neikvæð áhrif á umhverfið en þorskveiðar með línu.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]