Fara í innihald

Lérins eyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Klaustrið á Lérins-eyjum.

Lérins-eyjar eru lítill eyjaklasi í Miðjarðarhafi, skammt frá Cannes á frönsku rívíerunni. Eyjarnar eru alls fjórar og einungis er búið á þeim tveimur stærstu, Sainte-Marguerite og Saint-Honorat. Um 15 mínútna sigling er til eyjanna frá Cannes og þær eru vinsælt útivistarsvæði. Talið er að byggð hafi verið á eyjunum allt frá tímum Rómarveldis. Stærsta eyjan, Sainte-Marguerite, er einkum þekkt fyrir fyrrum ríkisfangelsi (Fort Royal) sem þar stendur og hýsti um árabil einn þekktasta fanga Frakklands, Manninn með járngrímuna. Varast skyldi að rugla Sainte-Marguerite saman við eyjuna Martinique í Vestur-Indíum (Karabíska hafinu) sem er eitt af handanhafssvæðum Frakklands. Í dag er Sainte-Marguerite aðallega byggð fiskimönnum. Saint-Honorat er sunnar og nokkru minni og er byggð munkum sem hafast þar við í klaustri sem rekur sögu sína allt til 5. aldar e.kr.