Látrar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Látrar á Látraströnd

Látrar á Látraströnd

Point rouge.gif

Látrar á Látraströnd í Suður-Þingeyjarsýslu eru eyðibýli. Bærinn dró nafn sitt af sellátrum og kallaðist reyndar Sellátur til forna (í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín), og er nefndur Hvallátur í Landnámabók. Frá Látrum var mikil útgerð áður fyrr, og var bærinn ein mesta miðstöð hákarlaútgerðar á Íslandi. Þar er í dag slysavarnarskýli, og sjást miklar tóftir af bæjarhúsum og verbúðum frá fyrri tíð. Lending er þokkaleg fyrir litla báta. Tún eru í meðallagi stór, en mun stærri en á öðrum eyðijörðum Látrastrandar. Frá Látrum er fær landleið í suður yfir Látrakleifar, torfær á sumrin og mjög illfær á vetrum. Í austur er leið yfir Uxaskarð til Keflavíkur. Norður af Látrum er fjallið Gjögur.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.