Fara í innihald

Lárus Guðmundsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lárus Guðmundsson
Upplýsingar
Fullt nafn Lárus Guðmundsson
Fæðingardagur 12.12.1961
Fæðingarstaður    Ísland
Leikstaða Framherji
Núverandi lið
Núverandi lið KFG Manager
Yngriflokkaferill
Vikingur
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1978-1981
1982-1985
1985-1988
1987-1988
Víkingur
Waterschei
Bayer Uerdingen
Kaiserslautern
62 (17)
(0) 7
0 (0)
Landsliðsferill
1980-1987 Ísland 17 (3)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Lárus Guðmundsson (fæddur 12. desember 1961) er fyrrverandi knattspyrnumaður frá Íslandi. Hann var atvinnumaður sem spilaði sem framherji erlendis. Hann hefur nú snúið sér að þjálfun og þjálfaði Stjörnuna frá Garðabæ en er nú stjórnarformaður og þjálfari KFG (Knattspyrnufélags Garðabæjar).

Ferill með félagsliðum

[breyta | breyta frumkóða]

Lárus byrjaði ferilinn hjá Víkingi og náði síðar árangri í Þýsku Bundesligunni með Bayer Uerdingen og 1. FC Kaiserslautern.

Landsliðsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Hann spilaði fyrst fyrir íslenska landsliðið árið 1980, lék alls 17 landsleiki og skoraði í þeim 3 mörk. Lárus lék sinn fyrsta landsleik 18 ára. Eflaust hefðu landsleikirnir orðið fleiri en 17 ef ekki hefði verið fyrir deilur hans og Tonys Knapp, fyrrverandi landsliðsþjálfara.

Árangur erlendis

[breyta | breyta frumkóða]

Lárus Guðmundsson skipar sér í nokkra sérstöðu yfir árangur í bikarkeppnum erlendis og það af fleiri en einni ástæðu.

Lárus er sá eini sem hefur unnið bikarinn í tveimur löndum og sá eini sem hefur byrjað inn á í bikar­úrslitaleik og unnið bikarinn í einu af stóru löndunum (Englandi, Ítalíu, Spáni, Frakklandi og Þýskalandi). Lárus er líka aðeins einn af fjórum leikmönnum sem hafa náð að skora tvö mörk í bikarúrslitaleik.

Lárus Guðmundsson varð fyrst bikarmeistari með Waterschei í Belgíu 1982 þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Waregem og aðeins þremur árum seinna vann Lárus bikarinn í Vestur-Þýskalandi með liði sínu Bayer Uerdingen sem vann Bayern München 2-1 í úrslitaleik. Lárus lék vel í leiknum og átti þátt í sigur­markinu en Uerdingen lenti 0-1 undir.

Markahæstur í Evrópukeppni

[breyta | breyta frumkóða]

Lárus Guðmundsson lék um árabil sem atvinnumaður í Belgíu og Þýskalandi á 9. áratug síðustu aldar. Lárus var eldfljótur og brögðóttur markahrókur. Hann mætti mótbyr á ferli sínum og þurfti snemma að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Lárus er markahæsti leikmaður Íslands í Evrópukeppni frá upphafi, en hann skoraði tíu mörk í Evrópukeppni með Waterschei og Bayern Uerdingen.