Fara í innihald

Kyrrahafssíld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kyrrahafssíld

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Síldfiskar (Clupeiformes)
Ætt: Síldaætt (Clupeidae)
Ættkvísl: (Clupea)
Tegund:
C. pallasii

Tvínefni
Clupea pallasii

Kyrrahafssíld (fræðiheiti: Clupea pallasii) er uppsjávarfiskur af síldaætt. Hún finnst í kyrrahafi við strendur Norður Ameríku og Norðaustur hluta Asíu og við strendur Kaliforníu til Beringshaf, alveg norður til Alaska. Kyrrahafssíldin er mikilvæg tegund fyrir vistkerfi við kyrrahafsströndina. Hún ásamt eggjum sínum er fæða marga stærri tegunda eins og fugla, fiska og sjávarspendýra. Hún tilheyrir fjölskyldunni Clupeidae en í þessari fjölskyldu er um 200 tegundir fiska. Þekktustu þrjár tegundirnar eru Kyrrahafs, Atlandshafs- og Araucanian síld. Hrygningartími er snemma á árinu frá febrúar til apríl. Síldin hrygnir á grunnsævi. Hún hrygnir á sjávargrös og þang. Hrygnur eru að hrygna 10-20 þúsund eggjum. Hægurinn kemur síðan og sprautar sæði sínu yfir eggin. Kyrrahafssíld deyr ekki eftir hrygningu líkt og sumar uppsjávartegundir.

Útlit og vöxtur[breyta | breyta frumkóða]

Kyrrahafssíldin er silfruð á litinn. Hún hefur tvo stóra ugga á bakinu og tvo á maganum sem liggja lóðrétt á fisknum. Meðalstærð hennar er 33 cm og vegur hún um 550 grömm, hún getur þó náð í kringum 45 cm lengd. Seiðin nærast á plöntusvifi en þegar þau þroskast lifa þau á plöntusvifi, litlum dýrum á botni sjávar og litlum fiskum. Krabbadýr þá aðallega rauðáta er algengasta dýrasvifið sem kyrrahafssíldin nærist á. Þegar síldin er yngri syndir hún í gegnum sjóinn með opinn munn og síar sína út fæðuna með tálknunum en þegar hún verður eldri grípur hún fæðuna og notar tennur sínar til að drepa bráðina. Hún er hraðsyntur fiskur sem heldur sér í torfum til að næra sig og forðast afrán.

Hrygning[breyta | breyta frumkóða]

Hrygnan er að hrygna 10-20 þúsund eggjum. Kyrrahafssíld hrygnir á tímabillinu febrúar og apríl en staðsetning skiptir máli hvenær hrygningin á sér stað. Hrygnan leggur eggin sín á grófa steina, þang eða sjógras. Hængur sprautar síðan sæði sínu í sjóinn. Hrygningin tekur á meðaltali 2-4 daga. Eggin eru næm fyrir utan komandi hindrunum og rándýrum þar af leiðandi er eggjadauði mjög hár. Frjóvguð egg tekur um 10-14 daga að klekjast út, en þá skríður lítil lirfa út úr egginu. Lirfan þróast í seiði eftir til 2-3 mánuði. Seiði er vinsæl fæða fyrir stærri rándýr, til dæmis seli, stærri fiska og fugla. Talið er að 1 af hverjum 10 þúsund eggjum síldar nái fullorðinsaldri. Um haustið eru seiðin orðinn jafn stór og fingur á mannfólki. Hreistur og uggar hafa myndast sem gerir síldinni kleift að fara dýpra í sjóinn. Kynþroski verður um 3-4 ára aldur og þá er meðalstærð á síldinni er 25-45 cm á lengd.

Nýting og veiðar[breyta | breyta frumkóða]

Veiði á kyrrhafssíld í austurhluta kyrrahafsins fer fyrst og fremst á hrognamarkaði í Asíu. Kyrrahafssíld er veidd í mjög litlu magni miðað við Atlandshafssíld en er verðmætari. Eggin eru notuð í lækningar í Kína og hrognin eru notuð í Sushi. Þegar eggin liggja á þaranum eru þau tekin og síðan söltuð, en það kallast Kazunoko kombu og er verðmætasta afurðin og selst á markaði í Japan. Þetta er matur sem er borðaður í Japan oft sem nýársmáltíð og er hátíðarmatur í landinu. Kyrrahafssíld er mest veidd í hringnót en minni bátar eru að veiða hana í fiskinet.

Veiðar á kyrrahafssíld frá 1950 - 2013 eftir stærstu veiðiþjóðum

Orsök fyrir minni nýliðun[breyta | breyta frumkóða]

1. Hærra hitastigs sjávar sem veldur því að það er meira af rándýrum. Krabbadýrum fækkar við hærra hitastig sjávar sem er þess valdandi að minna af fæðu er fyrir síldina.

2. Minna verður að eldri sem hefur betri þekkingu og hvar best er að hrygna. Fækkun á eldri fiskum veldur minni þekkingu fyrir þá ungu.

3. Stofnar rándýra eins og sela, hvala og sumra fuglategunda hafa verið að styrkjast sem er þess valdandi lífslíkur lækka og minna af ungum fiskum ná fullorðins aldri.

4. Sardínu og Ansjósu stofnar eru á uppleið og eru báðar samkeppnistegundir sem éta sömu fæðu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Pacific herring“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30 júlí 2018.
  • „Pacific herring facts: Pacific herring“.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.